alltaf gaman í bónus...

ég verð nú bara að segja frá því að ég var í bónus um daginn í sakleysi mínu eins og alltaf inni í grænmetiskælinum að troða ávöxtum og grænmeti í körfuna mína. Við hjónin vorum þarna saman og erum vön að parkera kerrunni og hlaupa svo um og ná í dótið...  Ég kem að körfunni minni með poka fullan af lauk og hendi honum í sé þá að minn elskulegi stendur við körfuna  með fullan poka af perum á leið í kerruna, ég greip í hendina á honum og segi frekar hryssingslega: heyrðu góði þú ert búinn að koma með perur.!  það var fyrir fullur poki svo ég hélt nú að bóndinn væri að missa vitið. Ég lít upp og viti menn þetta var náttúrulega ekki minn ekta mann heldur einhver annar bónusvinur sem átti körfu við hliðina á minni og horði á mig stórum augum....ég hló frekar vandræðalega  og Aðalsteinn og nýji vinurinn líka...soorrý...sorrý sagði ég. Þá kom kona mannsins að og spurði hann: ertu búinn að ná í perur!! þá eiginlega sprungum við öll.....úr hlátri. Já hver segir að það sé ekki skemmtilegt í bónus!!

bæææææ


Vatnsfall...

þau ósköp dundu yfir að svefnherbergisloftið mitt fór að leka í fyrradag...jebb LEKA! það var skundað upp á næstu hæð og skrúfað fyrir sturtuna þar.  Fengum pípara frá tryggingunum að líta á þetta og sömuleiðis eina loftskemmd inn í Unu herbergi. Tókum eftir þvi að þar var svona vatnsskemmd að skriða niður veggin...já ekki vitum við hvað veldur þessu ennþá en Aðalsteinn er búinn að rífa frá veggnum ínni hjá Unu (ógeðsleg fúkkafíla) og svo fáum við píparann til að kíkja aftur á hjá okkur..vonandi er þetta ekki eitthvað sem kostar okkur offjár Blush 

ég verð svona grasekkja um helgina, Aðalsteinn er að fara austur á land að veiða stokkönd!! það er verið að safna í villibráða hlaðborð fyrir haustið..hehe  alveg satt á bláa lóniið.  Svo ég og krakkarnir verðum eins heima...gaman gaman...eða þannig. Mér finnst nú aldrei gaman að vera ein en samt mun sáttari núna heldur en áður fyrr, börnin eru svo stór orðin þannig að þetta er ekki eins erfitt og það var...

jæja bless í bili


jamm...

jæja loksins sjáum við nú breytingu til batnaðar á Valda mínum.  Hann er ekki orðinn alveg góður  en hann er nú verkjalaus meira og minna allan daginn....smá verkir stundum segir hann :-) . Hann er farin að vera í skólanum og geðið allt annan líka. Þessu má öllu þakka nýju mataræði!!  Reyndar fór hann að kvarta um vöðvabólgu hér og þar en það er víst algengt að á meðan líkaminn er að hreinsast af þessu glúteni og mjólkinni,  þá geta komið svona skringilegir verkir hér og þar, enda fara þeir nú þverrandi..  Já ég er mikið þakklát fyrir þessa hómópata.. Valdi búinn að fara í alls konar test og myndatökur og bara að nefna það, hann var búin að fara í það en ekkert fannst og læknarnir hunsuðu mig þegar ég fór að tala um  mataræði eða hugsanleg óþol. Það skein í gegn með þeirra framkomu að ég væri nú bara rugluð kerlingarmamma... svo framvegis fer ég til hómópata !!!!

helgin var bara róleg hjá okkur (eins og alltaf), skutl í karate Ninja, valdi í afmæli, ég að þvo þvotta og alltaf í heilsubúðinni að finna eitthvað gott handa Valda mínu, lita hárið í kreppunni heima hjá sér. Aðalsteinn stóð í ströngu að baka brauð en viti menn...hvert brauðið á eftir öðru var óætt!  Þetta verður kúnst að finna gott brauð eða góða uppskrift fyrir peyjann okkar. 

mér gengur ekki eins vel í æfingakennslunni og ég vildi...mér finnst ég alveg ömurleg en það er náttúrulega ekki satt...æi ég er einhvern veginn aldrei örugg með mig og verkefnið sem ég er með en þetta er reynslan til að læra af...Frown

ég sakna svo mömmu og pabba þessa dagana FootinMouth bíð ...bíð...þar til sumarið kemur. Skrítið hvað mann vantar mömmu og pabba fang stundum...og ég er orðin 37 ára gömul...svei attan!

jæja það er yndislegt að sjá sólina og birtuna koma og hvað lundin léttist við það LoL

heyrumst....knúserí


kvíði og óvissa...

í dag þyrmdi yfir mig...barnið mitt gerir mig bráðum gráhærða af áhyggjum. Það fannst nú loksins út að Valdi minn er með glúten og mjólkuróþol. Við sjáum smá framfarir og þær taka eflaust tíma..en barnið vill ekki fara í skólann sem ég skil svo er em alveg ef það eru alltaf magakvalir. En það er eins og það sé eitthvað að í skólanum líka...hvað það er, er ekki hægt að draga upp úr honum með töngum. Hann hefur aldrei verið mikið fyrir að tjá sig og enn síður núna. Við foreldrarnir veltum fyrir okkur alls konar möguleikum: er hann þunglyndur, er hann með einhverja röskun sem gæti fylgt tourette, er hann lagður í einelti...?

Já það er margt sem maður getur velt sér upp úr. Þar sem ég er ekki sú sterkasta á velli í hörkunni þá kemur þetta illa niður á mér suma dagana...grátur, kvíði og spenna  Crying.  En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Valdi minn veldur okkur áhyggjum og í hvert skipti þá hefur hann siglt í gegnum allt saman óskaddaður og skilur ekkkert í brasinu á foreldrunum. Hann er alltaf á leinhverri línu sem hann rambar á eins og drukkinn maður og maður býður eftir því að hann detti niður en hann nær alltaf aftur jafnvægi og hlær að okkur...það er ekkert að mér!

Ég er búin að vera í æfingakennslu í fjölbrautarskólanum í Garðabæ á listabrautinni þar...skemmtilegir krakkar. pínu erfitt andlega þar sem ég er með verkefni sem er í sífelldri þróun og ég er alltaf að gera eitthvað nýtt í hverjum tíma. Fæ ekki endurtekningu á námsefninu svo maður geti skoðað sjálfan sig og gert betur næst...en ég hef nú gott af þessu að fljóta með en ekki vera með pottþétta dagskrá. Þetta gerir samt það að verkum að maður er sífellt óöruggur í kennslunni, alltaf á tánnum og það er ekki sérstaklega gott fyrir mig akkúrat núna í Valda-veseninu. Maður vill nefnilega alltaf gera svo vel, vita og kunna allt sem maður er að gera..jebb.

Að sjálfsögðu þoldi kroppurinn minn þessa breytingu að standa í klukkutíma kennslu og geta ekki hvílt mig þannig að bakið mitt fór illilega og ég gekk um eins og spítukarl eða lá fyrir á hitapokanum góða.  Sem betur fer þá gerðist þetta fyrir 5 daga fríhelgi svo ég náði nuddtíma og hvíld og var rólfær í gær fyrir kennslu...svei mér þá!  Ég stóð ekki mikið í fæturnar þegar ég kom heim en finn samt að þetta er að koma. 

mikið er þetta þunglyndisleg færsla í þetta skiptið :-(    lofa því að herða upp hugann...

sí jú


sei sei..

ja hérna hvað ég er orðin löt að blogga... ég held að facebookið taki bara öll völd af manni í þessum geiranum. En jæja sem sé, Valdi minn loksins að koma til heilsu aftur eftir allt saman en er samt enn ekki búinn að ná sér í meltingunni alveg..kvartar enn soltið. Enn þvílíkur munur á barninu eftir uppskurðinn. Við förum á eftir að taka saumana og Valdi minn pínu stressaður, nú vill hann bara láta svæfa sig fyrir öllu hehe.. svo hann finni ekki til.  Hann er svo mikil mús þessi elska!    Hann er mættur í skólann aftur og er greinilega mjög spennandi persóna þessa dagana eftir alla þessa lækna- og sjúkrareynslu, er að sýna skurðina.... já það er gaman að vera krakki.

Skólinn minn gengur bara ágætlega en mér finnst samt óþægilegt hvað ég er búin að missa úr. Er búin að vera með skemmtilegan kennara frá bandaríkjunum og höfum við verið að leika okkur með venjulegar bækur að breyta þeim eða nota sem skissubækur...ótrúlega gaman..þetta hefur örvað mig svo í sköpun því ég hef ekki haft löngun til þess undanfarin árin. Núna er ég alveg vitlaus að byrja gera eitthvað..... En það er erfitt að finna tíman frá skólanum og fjölskyldu. Aðallega heimanáminu sem maður er að gera hverja auða stund. En ég hugsa mér gott til glóðarinnar þegar sumarið kemur. 

Ég datt niður á þrusugott tilboð á borðtrönum sem ég kippti með mér heim í gær úr pennanum. En viti menn, þegar ég ætlaði að fara að setja þær saman þá var engin bæklingur..engar leiðbeiningar!!!  Þetta gat nú ekki verið flókið hugsaði ég með..ég meina ég er nú með heilmikla rýmisgreind.. dóttir hans pabba...eða það hélt ég.  Ég sneri þessum spýtum fram og til baka á alla kanta og þetta bara passaði ekki...ég fékk minn heittelskaða með mér í lið og enn og aftur var spekúlerað... Nei þetta var ekki að gera sig! Sjálfsmatið hrundi og ég byrjaði að væla á pabba minn...pabbi minn gæti þetta nú alveg pottþétt ef hann væri hérna.  Minn heittelskaði svaraði engu....Já það er ekki alltaf auðvelt að eiga svona konu eins og mig sem neitar að þroskast og hætta vera litla stelpan hans pabba og hefur alltaf ofurtrú á pabba sínum ...hann getur nefnilega allt! Þetta endar náttúrlega þannig að ég verð að fara aftur í pennan og skissa trönurnar upp og merkja spýturnar...eða.. kannski bara athuga hvort það eru til leiðbeiningar hí hi...

jebb svona er það nú..


letihaugurinn Linda eða busy konan Linda

ég er nú meiri slóðinn..hef ekki nennt blogginu undanfarið. Annars var ég að spá hvað maður eyðir miklum tíma í þetta tölvudót, facebook, e-mail, blogg.....hmm er þetta ekki bara komið út í vitleysu.

Annars hef ég verið svo tætt undanfarið því Valdi minn er bara ekki að lagast neitt í maganum, hann grætur nær hvern morgun af magapínu..við foreldrarnir reynum að skipta dögunum á milli okkar sem við erum heima hjá honum þvi hann vill alls ekki vera einn heima ef hann fær magakast. Þetta myndar spennu á milli náms og vinnu og okkar á heimilinu. Í morgun þá var hringt í mig í skólannn og var það frá læknastofunni að setja niður tíma í maga- og hitt speglun fyrir drenginn minn, ég var að spá hvort hann gæti fengið svæfingu því hann er mjög hræðslugjarn og kvíðinn svo ég tali nú ekki um þegar hann tekur svona þráhyggjuköst og þá getur verið fjandanum erfiðara að eiga við hann. Nú þetta endaði þannig að ég fékk annað símtal frá lækninum sem tók fyrir þetta og hálf skammaði mig, hvaða óþarfa vesen þetta væri nú á mér....jæja ég var búin að horfa upp á strákinn minn náfölan í morgun að reyna að koma sér í skólann með dúndrandi magapínu og ég vonda mamman sem gat ekki verið heima hjá gimsteininum sínum með samviskubit sem var að sliga hana..hvað haldiði...ég náttúrulega fór að hágráta í símanum (ég vona samt að læknirinn hafi nú ekki heyrt það) um tilhugsunina að barnið mitt gæti nú  meitt sig hjá lækninum. Ég hef verið að hugsa um þessa foreldra sem eiga langveik börn og jafnvel börn sem eiga sér litla sem enga lífsvon og það fer um mig...stór hrollur....!!

En út í gleðilegra og ekki eins mikla sjálfvorkun og væl... Ég sá mynd af fíl um daginn og áttum við að velta fyrir okkur hvað væri nú svona líkt með þeim og okkur...ágætis pæling, sjá mynd:fíll 1 þeir eru alveg jafn hrukkóttir og ég, nota gleraugu þegar aldurinn færist yfir og síðast en ekki síst þá skreppur andlitið saman eins og rúsína og eftir standa stór flaksandi eyru og risanef!! Eiga erfitt með að læra eitthvað nýtt. Hafa ótrúlegt minni um fyrri tíma...vanafastir

já það er margt til í henni veröldinni...

 

bæbæbæææææ


jebb þetta er málið.

Sumir dagar eru bara ekki alveg í lagi...í gær t.d var eitthvað neikvætt í loftinu í kringum mig.  Ég fékk út úr einu verkefni sem ég gerði í skólanum og það var frékar lélegt..Shocking Velti mér í smá stund upp úr því og svo bara setti maður í annan gír.  það var svona fullt af litlum atriðum sem gengu ekki upp í skólanum, Sat í tíma og heilasellurnar mínar voru ekki að vinna með mér...stundum sko þá bara er ekki dagurinn með manni!!  Kom heim og þá þurftum við mæðgur að fara að kaupa sundbol á þessa fallegu....(getið hver það er). Fórum úr búð í búð og ekkert til, þetta er bara ekki rétta seasonið, krakkar fara ekkki í skólasund hér á íslandi.Whistling  Fundum þó loksins einn bol og þurfti að borga heilar 5000 kr. fyrir hann...Ísland í dag!  Ég átti bara mjög bágt með að fara ekki að gráta þennan dag, mér fannst dapurleikinn umlykja mig.  En Svona eru alltaf desember og janúar fyrir mig. Það er eins og ég nái mér ekki upp úr einhverjum doða, sennilega myrkrið! Núna langar mig að fá mömmu og pabba heim...sakna þeirra. Hlakka ótrúlega til að fá þau, nú styttist tíminn óðum.

Uss uss fuss þvílikt væl.... það mætti halda að ég væri ennþá 10 ára og byggi  hjá mömmu.  Dagurinn í dag var ótrúlega skemmtilegur í skólanum, fengum gestakennara frá bandaríkjunum að kenna okkur aðferðir til mynd-, leik- og tónlistarkennslu. Yndisleg hámenntuð kona sem kenndi okkur á gólfinu þ.e. ekki í gegnum bækur. Tímarnir verða svo líflegir og skemmtilegir, aldrei tími til að leiðast. Við verðum að teikna, leika, dansa og syngja, lemja í borð og gólf o.s.frv.  Loksins skapandi og skemmtileg vinna í skólanum, eitthvað sem við getum notað en ekki lesið um.

Una mín er búin að eiga 7 ára afmæli og tókst það mjög vel,  ágætishópur af stelpum mætti og var dansað, borðað og teknir upp pakkar.  aðdragandinn að afmælinu var lengi.. lengi... að líða fannst Unu og var ótrúleg spenna í henni. Hún var vöknuð upp fyrir allar aldir og mætt upp í rúm til mín, þar sem hún lá með augun opin og beið eftir að klukkan hringdi...he he svo hlýðin og góð.. það var nefnilega búið að leggja henni línurnar kvöldinu áður að það mætti ekki vekja alla upp á undan klukkunni. Klukkan 7 fékk hún pakkana í rúmið og ....Svo var rifið og tætt og úað og æjað og knúsað og kysst og einstaka gól. Stelpan var sko ánægð með pakkana sína. Þetta er nú með betri stundum sem maður á InLove

jæja jæja bæ


veikindi...

Nú er einhver óþverri að herja á Valda minn, ég get svo svarið fyrir það að þetta hefur ekki verið veturinn hans Valda. Tvær lungnabólgur og svo núna sennilega einhver magavírus. þetta byrjaði hjá honum fyrir viku á fostudegi með agalegum magakvölum í svona hálftíma-klukkutíma og þá var allt búið. Hann var í afmæli svo ég tengdi þetta bara við pizzuát og kökur.  Næsta kast aðfaranótt sunnudags  var öllu verra, hann veinaði eins og stunginn grís, gekk um gólf eða settist á klósettið, svitnaði köldum svita og svimaði. Þá var ég hrædd! En þetta tók svona hálftíma með einu uppkasti og þá var allt búið. Enn og aftur tengdi ég þetta við bíóferð þar sem mikið nammi var við hönd. næstu daga eftir þetta er hann alveg stálsleginn nema hann kvartaði aðeins um verki eftir matinn og fór yfirleitt beint á klósettið.  Fimmtudagskvöldið byrja ósköpin aftur og þá heimtar Valdi að fara á sjúkrahús og láta svæfa sig... Við fáum lækni heim sem sendir hann upp á barnaspítala. Þar var hann skoðaður og taldi læknirinn hann vera með einhverskonar vírus/veirusýkingu. Það hefur víst verið að ganga svona heiftarlegar magakveisur.  Jú hvað á maður að gera! Valdi virtist vera fínn og hress á föstudagsmorgun svo ég fór í skólann og hann fékk að vera heima. Ég var ekki búin að vera í 10 mín. þegar hann hringir grátandi og allt er byrjað aftur. Ég rýk heim og held utan um hann fram eftir morgni þar til kvalirnar fóru að minnka og svo hurfu alveg og drengurinn enn og aftur eins og nýsleginn túskildingur. Nú var ég orðin soltið ringluð... Smá kast um kvöldið og aftur nú í morgun en minna þó því núna fær hann verkjalyf til að slá á obban. 

Þetta er skrítnasta magakveisa sem ég hef upplifað og maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé rétt er eitthvað annað að.... eina sem ég get gert er að fylgjast vel með og vera óhrædd að fara með hann á vaktina ef mér líst illa á.  Svo er ég svo meðvirk þegar kemur að magapestum að ég fæ alveg hræðilega í magann alltaf með þeim, veit aldrei hvort þetta sé samúðarmagapína eða alvöru!

En þegar svona stendur á þá koma alltaf upp spaugileg atvik. Læknirinn var að skoða Valda hérna heima og minnist á að þetta gæti nú verið ristilkrampi því hann var svo aumur í kringum ristilinn. Svo seinna þegar læknirinn er að láta okkur vita að hvert við eigum að fara með drenginn og svona spjalla þá gellur í Unu "er Valdi með krabbamein!?" Allir eru voða hissa og .... þá kemur Valdi og segir með áhyggjutón "Ég vil ekki vera með krabbamein, er ég með krabbamein?!" Læknirinn var hissa og segir að hann hafi nú ekki hitt svona svartsýn börn áður. Við foreldrarnir hlægjum hálf vandræðalega og ..... Una misskildi svona orðið krampi og heyrði bara krabbi...

vonandi fer þessu þó að ljúka...bæ


ein heima

Hér sit ég ein upp í rúmi á miðjum degi alein heima! Veit ekki hvað ég á að gera af mér því börnin mín eiga skemmtilegra félagslíf en mamman... Blush Þetta er nú svo sjaldgæft að maður reynir nú að njóta þess, ekki satt.  Annars var þetta fyrsti dagurinn í skólanum eftir jólahlé og mín svaf ekkert sérstaklega vel í nótt, hugurinn fór um víðan völl og bara ekkert "control" á því. Þetta er alltaf svona þegar eitthvað nýt er í vændum þá bara fer hugurinn á "overdrive" og allur líkaminn spennist upp ... púff!  Svo vaknar maður annað slagið og lítur á klukkuna dauðstressaður yfir því hvað maður sefur illa..geðveikt!!  Mig dauðlangar að leggja mig en þori því ekki því ég gæti þá sofið allan daginn og lendi þá í sama pakkanum í kvöld. Neibb best að hengja augnlokin á snúrurnar og þrauka daginn á enda.

Fyrsti tíminn minn í skólanum var náms-og þroskasálfræði sem ég var mjög spennt fyrir. Ekki eins spennt eftir tímann því kennarinn var ekki alveg að heilla mann. Velti því fyrir mér hvort ég eigi að halda þessum kúrs eða taka einhvern annan, sjáum til. kennararnir skipta eiginlega öllu máli þegar kemur að námsefnisvali þótt ótrúlegt sé. 

 Valdi var að koma inn áðan að betla pening, þeir vinirnir höfðu fundið einhverja aura á götunni og svo hafði einhver maður gefið þeim 15 kr.  Cool Valdi á náttúrulega leiðinlegustu mömmu í heimi því hún tók ekki vel í þetta betl og hélt fyrirlestur yfir þeim að passa sig á körlum sem gefa pening, þeir gætu nú verið dónakarlar og svo hefður þeir ekkert með það að gera að fara í sjoppuna og kaupa nammi því jólin væru nýbúin með öllu sukkinu og óhollustunni.  Drengirnir hrökluðust út aftur með skelfingarsvip og Valdi minn þurfti enn og aftur að eiga mestu gribbumömmuna...

jæja jæja lítið að gerast í dagSleeping

BÆææææ


nýtt ár..

jæja þá er árið liðið og maður hugsar til baka hvað hefur verið að gerast hjá manni,  og eins og vanalega þá man maður ekkert í fyrstu og hugsar hve boring líf maður á, gerist bara ekkert!!!  En það er náttúrulega ekki satt.  Árið 2008 janúar byrjaði nefnilega vel. Aðalsteinn kláraði meistaraprófið sitt í matreiðslunni og tók við nýrri stjórnunarstöðu í eldhúsmálum Bláa lónsins í kjölfarið. Ég og börnin bættum öll við okkur einu ári í aldri þennan mánuð sem var gleðilegt hjá börnunum en kannski ekki svo mikið gleðiefni hjá mér.

Ég tók þá ákvörðun að hætta sem dagforeldri og sækja um í skóla. Ég komst inn í Listaháskóla íslands í kennararéttindanám og fór því bara á námslán eins og hinir ungu krakkarnir og diggaði skólann he.. .he.. heilasellurnar voru mjög riðgaðar af vanrækslu og óttinn um að heilastöðvarnar virkuður ekki eins og í gamla daga plagaði mig framan af en svo bara kviknaði í öllu og skólinn hefur gengið vonum framar og stefni ég því bara á aframhaldandi nám að þessu lokinu.

Ekki má gleyma því að við hjónakornin giftum okkur þann 28. júni á afmælisdaginn hennar mömmu minnar. Þetta var í einu orði sagt dásamlegur dagur og ég vildi að ég gæti gert þetta oft!!! Þarna var samankomið allt fólkið manns sem manni þykir vænt um og helst hefði ég viljað vera þarna allt kvöldið að spjalla..... Eiginlega varð ég veisluóð eftir þetta og var að reyna finna upp á alls konar tilefnum til þess að... Svo var farið í brúðkaupsferð til Spánar í húsið hennar mömmu,  ALEIN já alein. Það var nú það skrítnasta sem við höfum gert. Við sátum á móti hvort öðru og höfðum ekkert að segja..hí...hí ..hí... í lokin vorum við aðeins farin að venjast því að það væri enginn að kalla á okkur að skeina, gefa að borða eða....  Þetta var í fyrsta skiptið sem við fórum frá börnunum í svona langan tíma (viku).  Enn þetta var samt yndislegur tímiInLove

Við náðum nú líka að fara í eina sumarbústaðaferð sem heppnaðist ha.. ha... ekki vel.  Við mættum á staðinn og tókum upp úr töskum og gerðum allt klárt, svo var byrjað að grilla. Við vorum að gleypa síðasta bitann þegar umsjónarmaðurinn bankar upp á og tilkynnir okkur það að við vorum viku of sein í bústaðinn og næsta holl var mætt á staðinn með sínar pjönkur. Eftir á var hlegið mikið en akkúrat þarna var okkur ekki skemmt og börnin grétu sárt því það var búin að vera ótrúleg tilhlökkun fyrir fríinu saman. En við eigum svo góða að, að það leið nú ekki á löngu þar til að Gréta systir hans Aðalsteins lánaði okkkur bústaðinn sinn fyrir austan rétt hjá Höfn og þar eyddum við ansi góðum tíma í frábæru umhverfi....Þetta bjargaði sumarfríinu okkar!!

Haustið byrjaði með stæl fyrir okkur mæðgurnar, ég í minn skóla og Elsku Una mín steig sín fyrstu skref í sinni skólagöngu.  Una hefur staðið sig eins og hetja, lesturinn kominn vel á veg og félagslega stendur hún sig mjög vel. Kennararnir nota hana ansi oft sem hjálparhellu við hin börnin sem eru ekki eins sterk á vellli og hún þ.e. að draga þau börn út að leika o.s.l.  Einnig byrjaði Una í fótbolta hjá Val svo það hefur verið fjör og endaði önnina á jólamóti sem gekk vel bæði unnið og tapað.  Valdi minn hélt áfram í Karate í haust og tók gráðu á hálft appelsínugult belti nú fyrir jólin.  Við vorum svo ánægð með það því hann hefur verið svo óheppin í haust að fá tvisvar sinnum lungnabólgu og verið mikið fjarverandi. 

já Haustið hefur verið prófsteinn á samvinnu fjölskyldunnar og það bara gengið nokkuð vel. Reyndar verið mikil viðbriðgði fyrir krakkana að hafa mömmu ekki eins mikið heima og alltaf til taks fyrir þau en allt hefur samt einhvern veginn gengið upp. Valda finnst það ekki fara mömmu sinni vel að vera útaf heimilinu, það sé miklu meira flott á pabba hans en svona er lífið!

Nú er komið nýtt ár,  öll afmælin framundan og nýjar kröfur,  ný verkefni og meiri ögrun í framtíðinni, best að taka því fagnandi!!

kveðja Linda


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

240 dagar til jóla

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband