takk fyrir allt gamalt og gott...

Mikið er ég glöð og þakklát að eiga þessar æskuvinkonur sem ég á.  Höfðum hitting í dag hjá Unni og að venju þá er alltaf eins og við höfum hist í gær þó langt líði oft á milli.  Oft finnst mér þær vera eins og bakland, sterkur grunnur sem ekkert getur grandað...ótrúlegar! 

Annars eru nú jólin búin að vera dásamleg, rólegt og gott frí. Börnin samt farin að hlakka til að fara í skólan aftur og sennilega ég líka því ég er eins og börnin, höndla illa óregluna. ER að fara seint að sofa og vakna seint, sem mér ferst illa. Ég er alltaf með samviskubit að sofa en samt finnst mér það svo gott..... dagurinn verður að engu.  Mér líkar best að hafa allt í föstum skorðum, sennilega að verða einstrengingslegri með árunum. En nú fer að líða að áramótunum og spurning hvort maður strengi einhver heit...hmm...  Ég hef nú aldrei gert það áður svo ég muni eftir, jú jú það væri kannsi gott að vera betri mamma, duglegri í leikfimi og kannski elska sjálfan mig meira Wink 

Á morgun ætlum við að vera  heima með grislingana okkar, borða góðan mat (eins og alltaf), fara á brennuna í suðurhlíðunum, horfa á skaupið og svo sprengja þ.e ef börnin ná að vaka fram yfir miðnætti he..he.. í fyrra þá sofnuðu þau bæði yfir skaupinu (góð meðmæli það). Það verður kannski bitastæðara núna!!

gleðilegt ár...


hvar eru jólin?

jamm og jæja, skatan barasta búin og mikið var hún góð....Joyful.   Þetta er nú sérstakasti matur ever...  Mikið gott að hafa þetta fólk hjá sér svo var náttúrulega góður te/kaffisopi á eftir með mackintosh mmmm....  Börnin eru eiginlega að tapa sér í spenningi núna og við rifjum oft upp söguna af Valda þegar hann var 3 ára á aðfangadagskvöld og klukkurnar hringdu inn jólin. Mamman klappar saman höndunum í æsing og hrifningu og segir við börnin sín litlu "nú eru jólin komin". Valdi minn sprettur upp frá borðinu og rýfur upp útihurðina og skimar í kringum sig,  sér ekkert nema myrkrið og segir "hvar eru jólin mamma"? he he dásamlegur!!

gleðileg jólin


Tilhlökkun :-)

Wink Mikið er þetta búin að vera góð helgi. Við vorum meira og minna heima við í gær með börnunum í svona léttri hreingerningu, þurrka ofan af eldhússkápum og svoleiðis. Aðalsteinn fór út á sleða með Unu og sprengdi sig nærri því (þarf kannski að ræða það eitthvað, sumir hafa bætt aðeins  á sig...hmm..) Valdi minn lá úti held ég í 3-4 tíma og kom heim svo blautur og kaldur og SVANGUR ...  Enduðum þetta svo í kósý-kvöldi fyrir framan kassan öll saman. Svona dagar gefa manni eitthvað svo gott í hjartað.  Svo í dag fórum við í yndislegt jólakaffi til Bobbu og Frissa mág og núna er ég bara á niðurtrippi eftir kökuátið. Það fer mér ekki vel að borða sykur, ég fæ sko alltaf að borga fyrir það.......ó ó ææ mallakúturinn minn! Sick   En það var gott á meðan á því stóð! Smile

Það er alltaf að verða jólalegra og jólalegra og hátíðarskapið sígur yfir mann. Maður er bara að deyja úr tillhlökkun fyrir þorláksmessu að komast í skötuna...mmmmmmm....hallelúja! Það tínist inn fólk sem hefur engan stað til að vera á með þessi yndislegheit, Bobba og Frissi og mamma hennar Bobbu koma, eins kemur Tengdó og nágrannakonan mín og sennilega líka einn vinur hans Aðalsteins. Já það er orðið erfitt fyrir suma fá að elda skötuna en það er sko ekki þannig í mávahlíðinni sem betur fer! Við fórum í fyrra á veitingahúsið Laugarás að borða skötuna því það voru engir heima um jólin í fyrra sem vildu vera með í skötunni. Okkur fannst þá ekki taka því að menga allt húsið með þessari hræðilegu lykt, þó mér finnist skatan góð þá er lyktin það ekki! En núna er mannskapurinn til, það er nefnilega skemmtilegast að hafa sem flesta með sér í þessu ef maður er á annað borð að gera þetta. Svo ég haldi nú áfram með reynslu mína á veitingahúsinu að þá var það allt í lagi fyrir Aðalstein en fyrir mig var það bara ömurlegt... Skatan ekki eins góð og ég var vön og svo fékk ég ekki brætt smjör með henni eins og ég vil (ég borða ekki hamsatólg),  heldur var fleygt í mig köldum smjörstykkjum sem að sjálfsögðu eyðilögðu allt og ... ...já þetta verður alltaf að vera eins!  Það besta er að fyrir svona fjórum eða fimm árum þá var ég nú viss um það að Skötu myndi ég nú aldrei borða en ákvað þó að gefa þessu séns og viti menn Linda féll kylliflöt!!!

Ég hlýt að vera öfunduð út á Spáni...he he he....

jæja knúserí og kosserí


annað fráfall..?

Tölvan mín dó daginn eftir að skilaði síðustu ritgerðinni minni í skólanum, hvílík tillitsemi segi ég nú bara. Þessa dagana slæst ég við manninn minn um vinnutölvuna hans svo ég geti nú tékkað á fésbókinni og póstinum. Eiginlega er ég að gera mér grein fyrir því þvílíkt tölvunörd ég er að verða, þá meina ég ekki á vitrænan hátt heldur á afþreyjingarhátt Wizard .  Ég hleyp á móti eiginmanninum áköf á svipinn þegar hann kemur heim, hann breiðir út faðminn með tilhlökkunarsvip, já loksins fær hann þær móttökur sem hann hefur dreymt um síðan við kynntumst, að ástkonan stökkvi upp í fang hans með kossi og hrifningu, loksins!  En þegar ég nálgast hann tek ég snaggaralega dýfu og hrifsa af honum tölvutöskuna og andvarpa með fjarrænu augnráði og sælubros á vör, velkominn heim elskan!

Svona getur jólatölvufríið farið með mann.....

Annars gengur jólaundirbúningur vel, búin að baka piparkökur, búin að senda jólakortin og næstum búin með pakkana, settum upp jólatréð í gær, geðveikt!! Og við krakkarnir pökkuðum eitthvað inn í dag og settum undir tréð.

adios...


já allt er nú til.....

jæja það er kistulagning á morgun og jarðaförin á föstudaginn kl. 3, ekki hlakka ég til þess arna! Mér fer ekki vel að vera í jarðaförum, ég græt alltaf svo mikið eða reyni að halda í mér grátnum eins og ég get, þar til kökkurinn í hálsinum kollverpist og andlitið afskræmist í grátgrettu oh....oh....

Annars verð ég bara að segja frá honum Aðalsteini mínum þegar hann fór til sjúkraþjálfa í síðustu viku. Hann er búinn að vera að drepast í náranum og fékk uppá skrift að leggjast á bekkinn hjá sjúkraþjálfa. Það kemur í ljós að bakið hans er illa bólgið og svo er hann með skakkar axlir! (það var sko ekki samið um það þegar hann var gefinn mér) Hann leggst á bekkinn hjá konunni (auðvitað!) eftir að hann afklæðist og hún leggur teppi yfir hann miðjan.  Síðan lyftir hún endanum á teppinu og segist ætla skríða undir og toga í hann.........hí hí hí þið getið ímyndað ykkur upplitið á karlinum mínum!Við hjónin erum soltið "haltur leiðir haltann" núna, emjum þegar við setjumst inn í bíl og rífumst yfir því hver á að gera húsverkin og hver er með betri sjúkraþjálfa he he...jólin allir saman..

Hann er farinn...

Tengdapabbi fór í gærkveldi. Flest börnin hans og kona voru hjá honum þar til yfir lauk. Maður er frekar meir og þarf lítið til að fá tár í augun. Aðalsteinn minn ber sig alltof vel. Krakkarnir mínir taka þessu eins og börn gera, eru forvitin og leið fyrir pabba sín hönd. Una spurði því pabba sinn í gær þegar hann kom heim frá spítalanum hvort hann væri dapur. Hann svaraði því játandi. Una spurði þá hvort hún ætti ekki að skemmta honum, og fer í trúðshlutverkið af mikilli alvöru svo pabbi hennar gat ekki annað en skellt up úr. Svona gullkorn redda lífinu. Börnin eru svo einlæg og nálgast þetta svo raunsætt oft. Þau segja bara við pabba sinn að það er alltaf einhver sem deyr á hverjum degi og alltaf einhver sem fæðist á hverjum degi og alltaf einhver sem á afmæli!! Þetta er ekkert flókið...

sjáumst....

 


tengdapabbi....

tengdapabbi er á spítalanum í öndunarvél og það er bara beðið...... Hann fór í erfiða hjártaaðgerð í gær og virðist ekki hafa náð að þrauka hana. Aðalsteinn og systkini hans flest eru núna upp frá að kveðja.  Skrítið en þegar hann fór síðast inn á spítalann þá vissi ég að hann myndi ekki koma aftur heim fyrir jólin CryingEn hann er orðinn 84 ára og búinn að vera voða slappur undanfarin ár svo......

kem aftur....


Sköpunargáfan hvarf....

muu, muhu...! beljugangur hér á bæ, fer svo hægt yfir! Stundum þjáist ég af athyglisbrest og framkvæmdarleiða. Ég sver það! T.d eins og núna þá á ég að vera að gera ritgerð en hvað! Ég sit hér og hangi á netinu að blogga eða kíkja á facebookið...... Muu..muuuu! óþolandi, ég horfi á klukkuna og kem ekki neinu frá mér, ó já Valdi fer að koma heim, það tekur því ekki að byrja núna!

Hvar er "andinn"? Skrítið með það hvernig hann bara lætur sig hverfa. hringir ekki einu sinni!

Muuu....


Vetur konungur...

ég verð bara að segja það að veturinn á ekki við mig! Ég bý í ullasokkum og loðhúfu þessa dagana og þegar ég keyri þá pakka ég mig inn í flísteppi.....andvarp...  En það sem kuldinn gerir gott er það að öll helgin hefur farið í að vera með börnunum innan dyra og tína upp jólakrautið og drekka heitt súkkulaði. Aðalsteinn tók sér líka frí svo þetta er búið að vera góð helgi fyrir okkur fjölskylduna.

Við mæðgurnar dönsum í kring um hvora aðra, eigum bágt með að láta að stjórn. Ég vil hafa hlutina og skreytilistina á minn hátt og Una er mér oftast ósammála.... Endar oftast þannig að ég nýti mér fullorðinsréttinn og tek völdin.  EKKI SANNGJARNT! segir dóttir mín.

En jólaskapið læðist nú aftan að manni þegar maður byrjar að gera jóló hjá sér, ekki frá því að ég hlakki til jólanna núna! W00t

jóla hvað....

 

 


íslensk fyndni....eða hvað

Við matarborðið í gær þá sagði ástarpungurinn minn brandara! .......jebb! Hann var eitthvað á þessa leið : Ljóska gengur inn og segir hárri röddu: ÉG ÆTLA AÐ FÁ STÓRAN HAMBORGARA OG FRANSKAR! Afgreiðslukonan lítur hissa á hana og segir: Þú ert á bókasafninu. Ljóskan færir sig nær henni og hvíslar: ég ætla að fá stóran hamborgara og franskar........hí hi.. Grin Það var hlegið þokkalega við matarborðið og sonurinn eflist allur við fyndni föðursins.  Hei! ég er með einn, segir hann. "Það var einu sinni maður sem fór inn á bókasafn og bað um pulsu með öllu og kók. Konan sagði að hann væri á bókasafninu. Maðurinn hvíslaði þá ég ætla að fá eina pulsu með........ Hvað get ég sagt um sköpunina á heimilinu...! Er maður ekki bara dásamlegur!

knús........


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

227 dagar til jóla

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband