veikindi...

Nú er einhver óþverri að herja á Valda minn, ég get svo svarið fyrir það að þetta hefur ekki verið veturinn hans Valda. Tvær lungnabólgur og svo núna sennilega einhver magavírus. þetta byrjaði hjá honum fyrir viku á fostudegi með agalegum magakvölum í svona hálftíma-klukkutíma og þá var allt búið. Hann var í afmæli svo ég tengdi þetta bara við pizzuát og kökur.  Næsta kast aðfaranótt sunnudags  var öllu verra, hann veinaði eins og stunginn grís, gekk um gólf eða settist á klósettið, svitnaði köldum svita og svimaði. Þá var ég hrædd! En þetta tók svona hálftíma með einu uppkasti og þá var allt búið. Enn og aftur tengdi ég þetta við bíóferð þar sem mikið nammi var við hönd. næstu daga eftir þetta er hann alveg stálsleginn nema hann kvartaði aðeins um verki eftir matinn og fór yfirleitt beint á klósettið.  Fimmtudagskvöldið byrja ósköpin aftur og þá heimtar Valdi að fara á sjúkrahús og láta svæfa sig... Við fáum lækni heim sem sendir hann upp á barnaspítala. Þar var hann skoðaður og taldi læknirinn hann vera með einhverskonar vírus/veirusýkingu. Það hefur víst verið að ganga svona heiftarlegar magakveisur.  Jú hvað á maður að gera! Valdi virtist vera fínn og hress á föstudagsmorgun svo ég fór í skólann og hann fékk að vera heima. Ég var ekki búin að vera í 10 mín. þegar hann hringir grátandi og allt er byrjað aftur. Ég rýk heim og held utan um hann fram eftir morgni þar til kvalirnar fóru að minnka og svo hurfu alveg og drengurinn enn og aftur eins og nýsleginn túskildingur. Nú var ég orðin soltið ringluð... Smá kast um kvöldið og aftur nú í morgun en minna þó því núna fær hann verkjalyf til að slá á obban. 

Þetta er skrítnasta magakveisa sem ég hef upplifað og maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé rétt er eitthvað annað að.... eina sem ég get gert er að fylgjast vel með og vera óhrædd að fara með hann á vaktina ef mér líst illa á.  Svo er ég svo meðvirk þegar kemur að magapestum að ég fæ alveg hræðilega í magann alltaf með þeim, veit aldrei hvort þetta sé samúðarmagapína eða alvöru!

En þegar svona stendur á þá koma alltaf upp spaugileg atvik. Læknirinn var að skoða Valda hérna heima og minnist á að þetta gæti nú verið ristilkrampi því hann var svo aumur í kringum ristilinn. Svo seinna þegar læknirinn er að láta okkur vita að hvert við eigum að fara með drenginn og svona spjalla þá gellur í Unu "er Valdi með krabbamein!?" Allir eru voða hissa og .... þá kemur Valdi og segir með áhyggjutón "Ég vil ekki vera með krabbamein, er ég með krabbamein?!" Læknirinn var hissa og segir að hann hafi nú ekki hitt svona svartsýn börn áður. Við foreldrarnir hlægjum hálf vandræðalega og ..... Una misskildi svona orðið krampi og heyrði bara krabbi...

vonandi fer þessu þó að ljúka...bæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Æ Æ litlu skinnin, er það nema von, það er svo mikið um krabbamein Vonandi fer þessu að linna hjá honum Valda mínum. Knús til ykkar

Kristborg Ingibergsdóttir, 11.1.2009 kl. 00:58

2 identicon

Halló allir. Vonandi er þessu magabrasi lokið og Valdi orðinn hress og kátur aftur:)  BESTU HAMINGJUÓSKIR TIL UNU AFMÆLISBARNS HÚRRA HÚRRA HÚRRA.  Hanna Þóra 

Hanna Þóra (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:29

3 identicon

Hæ. Til hamingju með afmælið Una okkar. Við synngjum fyrir þig  hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Una , hún á afmæli í dag. Afmæliskveðjur til ykka Gréta Sól og Gréta amma ;) 

Gréta Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

226 dagar til jóla

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband