jebb þetta er málið.

Sumir dagar eru bara ekki alveg í lagi...í gær t.d var eitthvað neikvætt í loftinu í kringum mig.  Ég fékk út úr einu verkefni sem ég gerði í skólanum og það var frékar lélegt..Shocking Velti mér í smá stund upp úr því og svo bara setti maður í annan gír.  það var svona fullt af litlum atriðum sem gengu ekki upp í skólanum, Sat í tíma og heilasellurnar mínar voru ekki að vinna með mér...stundum sko þá bara er ekki dagurinn með manni!!  Kom heim og þá þurftum við mæðgur að fara að kaupa sundbol á þessa fallegu....(getið hver það er). Fórum úr búð í búð og ekkert til, þetta er bara ekki rétta seasonið, krakkar fara ekkki í skólasund hér á íslandi.Whistling  Fundum þó loksins einn bol og þurfti að borga heilar 5000 kr. fyrir hann...Ísland í dag!  Ég átti bara mjög bágt með að fara ekki að gráta þennan dag, mér fannst dapurleikinn umlykja mig.  En Svona eru alltaf desember og janúar fyrir mig. Það er eins og ég nái mér ekki upp úr einhverjum doða, sennilega myrkrið! Núna langar mig að fá mömmu og pabba heim...sakna þeirra. Hlakka ótrúlega til að fá þau, nú styttist tíminn óðum.

Uss uss fuss þvílikt væl.... það mætti halda að ég væri ennþá 10 ára og byggi  hjá mömmu.  Dagurinn í dag var ótrúlega skemmtilegur í skólanum, fengum gestakennara frá bandaríkjunum að kenna okkur aðferðir til mynd-, leik- og tónlistarkennslu. Yndisleg hámenntuð kona sem kenndi okkur á gólfinu þ.e. ekki í gegnum bækur. Tímarnir verða svo líflegir og skemmtilegir, aldrei tími til að leiðast. Við verðum að teikna, leika, dansa og syngja, lemja í borð og gólf o.s.frv.  Loksins skapandi og skemmtileg vinna í skólanum, eitthvað sem við getum notað en ekki lesið um.

Una mín er búin að eiga 7 ára afmæli og tókst það mjög vel,  ágætishópur af stelpum mætti og var dansað, borðað og teknir upp pakkar.  aðdragandinn að afmælinu var lengi.. lengi... að líða fannst Unu og var ótrúleg spenna í henni. Hún var vöknuð upp fyrir allar aldir og mætt upp í rúm til mín, þar sem hún lá með augun opin og beið eftir að klukkan hringdi...he he svo hlýðin og góð.. það var nefnilega búið að leggja henni línurnar kvöldinu áður að það mætti ekki vekja alla upp á undan klukkunni. Klukkan 7 fékk hún pakkana í rúmið og ....Svo var rifið og tætt og úað og æjað og knúsað og kysst og einstaka gól. Stelpan var sko ánægð með pakkana sína. Þetta er nú með betri stundum sem maður á InLove

jæja jæja bæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Linda mín komdu bara til mín og ég skal vera mamma þín og gefa þér mömmuknús. Alla vega þangað til sú eina sanna kemur Knúsaðu krakkana og kallinn frá mér

Kristborg Ingibergsdóttir, 16.1.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

227 dagar til jóla

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband