oh..hvað það er bjart og yndislegt úti

ótrúlegt hvað veður hefur mikil áhrif á íslendinga.  Í dag er bjart og fallegt og svo mikið sumar í loftinu að lundin léttist um heilan helling og einhvern vegin finnst manni allir vegir vera manni færir. Mann langar að fara út og hjóla, labba, hreyfa sig. Ekkert skrítið að fólk skuli leggjast í híði yfir vetrartímann og safna spiki. Kannski er komin skýringin á fitulagi íslendinga, meiri sól, minni vetur og þá væru allir úti á hjólunum sínum að hreyfa sig í staðin að hoppa upp í bíl og keyra hundrað metrana sína.

Var hjá hómópata í morgun og staðfesti hún grun minn um fæðuóþolin mín sem ég hef verið að halda fram og fundið undanfarið. Mjólkuróþol eins og Valdi, þoli ekki  kaffi, áfengi, hveiti, rúg,  sykur,  ger, cashew hnetur en ekki með glútenóþol eins og Valdi.  Ég hef nefnilega haldið mig við sama mat og Valdi síðan hann greindist með sín ofnæmi og fundið það svo sterkt hvað það hefur gert manni gott. Fundið það svo greinilega þegar ég borða eitthvað af ofangreindu hve illa mér líður. Nú hveiti er í öllu og mjólkin í ansi mörgu svo stundum lendir maður í aðstæðum sem ég hef kannski ekki svo mikið val og þá finnur maður það svo vel hvað það skiptir miklu máli að borð rétt fyrir sjálfan sig og óþolandi hvað búið er að troða hveiti í allt....arg....

leiðinlega....Linda... talandi um heilsuna og þess háttar. Ég er svo á síðustu metrunum núna í skólanum aðeins eftir að klára eitt verkefni og fara í eitt próf. Býst við að allt klárist 8 mai. þá er bara að bíða eftir útskriftinni sem verður 30. mai....jeij!  spurning hvort mann splæsi ekki á sig      "út að borða" á næstu grösum eða eitthvað því um líkt..jamm!!

já ég var næstum búin að gleyma en ég er að sækja um í mastersnámið núna fyrir 30. april vonadi að það gangi upp.

kv. Linda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

241 dagur til jóla

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband