4.5.2009 | 22:46
...og hún sagði "kom inn!"
Una steig sín fyrstu skref í leikhúsinu í dag...eða í hlíðaskóla þar sem ein leiksýning á ári er hjá hverjum bekk og árgangi. Mjög metnaðarfullt starf hjá tónlistarkennara, danskennara og bekkjarkennara ár eftir ár. Una mín lék ömmuna og verð ég nú að segja að það hlutverk fannst mér henta henni frekar vel... ég meina þessi litli ráðskonurass sem bossast með strákana fram og til baka og huggar þá sem minna mega sín ... það er hún Una mín. Einn daginn verður hún verkalýðsforingi . Hún var svo spennt fyrir þessum degi að hún átti erfitt með að sofna í gærkveldi...endalaust að kalla og spjalla. Þegar hún fór svo að sofa í kvöld þá þurfti hún endilega að syngja ÖLL LÖGIN úr leikritinu...
Vorum hjá hómópata í dag og það sem kom nú ekki á óvart er að stelpan er með óþol fyrir mjólk eins og restin af fjölskyldunni...nú dæsir maðurinn minn . Sér sennilega eftir því að hafa kynnst þessu gallatóli-mér. Aðalsteinn sem elskar sykur, hveiti, mjólk o.fl. neyðist til að beygja sig í duftið fyrir meirihlutanum. Nú tekur við tími hjá dömunni að aðlagast soja mjólkinni og neita sér um ýmsa góða kosti og ég skal segja ykkur það, að það verður erfitt fyrir hana því hún eeelskar gúmmilaði!! En heppni þó hve mikið hefur breyst á heimilinu vegna Valda þannig að þetta er ekki nýtt fyrir henni. Núna verðum við svona vandræða fjölskyldan sem má ekki neitt ....hahahhah...
Ég fór í göngu í morgun með mínum heitt elskaða, út á Kjarvalsstaði, rétt náði í restina af útskriftarsýningu Listaháskólans. Fórum svo áfram leiðina að Hlemmi og við vorum hálfnuð þegar kroppalingurinn minn fór að öskra á mig , svo við stoppuðum hjá Tryggingastofnun ríkisins þar sem vinur okkar er kokkur í mötuneytinu þar og fengum kaffi og te. Algjör björgun!!! Hvíldi mig tæpan hálftíma og þá héldum við heim á leið með nokkrum stoppum. Svo er bara að endurtaka leikinn á morgun en styttri leið takk fyrir!!
Nú ætla ég að fókusa algjörlega á kroppinn minn í sumar og reyna að koma honum í eitthvert stand, Alla vega þannig að ég geti farið í góðar gönguferðir-jafnvel endað á fjallgöngu. Og viti menn, mín er farin að fikta við að mála svo aldrei að vita nema það komi eitthvað af viti þar eftir sumarið.
jæja mamma og pabbi að koma heim eftir mánuð og þá sennilega leggjast skriftir niður í bili...jamm svo er nú það- kveð í bili bæææææ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knúsaðu litlu leikonuna frá mér Já, það verður eflaust erfitt fyrir Unu mína að láta af öllu gúmmelaði Risaknús
Kristborg Ingibergsdóttir, 7.5.2009 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.