28.3.2009 | 18:01
tölvumál...
það er eins og það séu álög á mér þessa dagana, tölvan mín nýja og fína hætti að vilja fara á netið. Algjör uppgjöf! Stundum held ég að tölvan mín viti meir en hún á að gera ...ég meina kannski var ég búin að vera full mikið á fésinu...hmmm...alla vegana þá er ég búin að vera í fráhvarfi og uppspennt yfir því að komast ekki í póstinn minn . Ég er alveg handviss um að öll mikilvægusru mál heimsins færu þar í gegn þegar ég sé ekki til, svo ég tali nú ekki um andlitsbókina...úff...alveg viss um að allir eru búnir að reyna ná á mér þar undanfarna daga!!! Já ekki gott að vera svona sambandslaus. Ég hef aldrei haft eins mikla þörf fyrir að hringja í mömmu á skybe-inu...það var svo bara mikið sem ég þurfti að segja henni.... Kannski er það öllum hollt að taka sér tíma frá rafmagnstækjunum já segjum það bara!
Annars erum við búin að vera húsleg í dag og reyna að eltast við rykhnoðra út um allt með ryksugunni, gera pínu vistlegra inni hjá Unu þó það sé varla hægt með vegginn svona opin og ljótann og jafnvel bakað! já það var ein hveitilaus og mjólkurlaus súkkulaði kaka sem fór í ofninn og voru henni gerð góð skil eftir á....mmmmm...þveginn þvottur og svo leiðis.
Una mín neitar að fara úr náttfötunum í dag segist ætlar að vera inni og eiga kósídag...gott hjá henni!
jæja sí jú....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Linda, mikið ofboðslega er þetta flott blogg hjá þér elskan, svo sönn
Aðalsteinn (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:38
Mikið er ég sammála henni Unu minni Eiga bara kósý dag.
Kristborg Ingibergsdóttir, 31.3.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.