24.3.2009 | 12:48
ræktin óje!
Ég var í ræktinni í gær og náttúrlega mjög ánægð með mig að vera svona dugleg að mæta...ég byrjaði rosa flott á hlaupabrettinu í spandex-gallanum minum og búin að reyra saman mjaðmirnar með röndótta mjaðmabeltinu (ótrúlega smart). byrjaði að labba rólega og bætti svo smá í og eftir svona 5 mín. labb þá gaf ég aðeins í og rann í hlaupagírinn og...þarna flaug ég um eins og fuglinn frjáls...ekkert gat stoppað mig...áfram Linda!....já já! ....æææ nei þetta er ekki að gerast! Fæ ég ekki einhvern verk í nárann maður og byrja að haltra á brettinu...oh! ekki smart...fuglinn fljúgandi hrapaði með andlitið í gólfið. Jæja það var um að gera að láta ekki bugast svo frúin fór á hjólið og reyndi þar áfram en ekki gekk það nú vel. Okey sleppi bara brennslunni í dag og fer beint í tækin og tek bara vel á því .... þetta gekk mun betur...næsta tæki!...ókey ekki smart að hoppa á einum fæti milli tækja en lét mig nú samt hafa það í tvö önnur. þá eiginlega játaði ég mig sigraða og skellti mér á gólfið og gerði magaæfingar og teygjur og haltraði/hoppaði svo út í bíl, heim og oní sjóðheitt bað.
gengur bara betur næst..
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi dúllan mín, ertu nokkuð að ganga frá þér
Kristborg Ingibergsdóttir, 24.3.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.