14.3.2009 | 17:28
alltaf gaman í bónus...
ég verð nú bara að segja frá því að ég var í bónus um daginn í sakleysi mínu eins og alltaf inni í grænmetiskælinum að troða ávöxtum og grænmeti í körfuna mína. Við hjónin vorum þarna saman og erum vön að parkera kerrunni og hlaupa svo um og ná í dótið... Ég kem að körfunni minni með poka fullan af lauk og hendi honum í sé þá að minn elskulegi stendur við körfuna með fullan poka af perum á leið í kerruna, ég greip í hendina á honum og segi frekar hryssingslega: heyrðu góði þú ert búinn að koma með perur.! það var fyrir fullur poki svo ég hélt nú að bóndinn væri að missa vitið. Ég lít upp og viti menn þetta var náttúrulega ekki minn ekta mann heldur einhver annar bónusvinur sem átti körfu við hliðina á minni og horði á mig stórum augum....ég hló frekar vandræðalega og Aðalsteinn og nýji vinurinn líka...soorrý...sorrý sagði ég. Þá kom kona mannsins að og spurði hann: ertu búinn að ná í perur!! þá eiginlega sprungum við öll.....úr hlátri. Já hver segir að það sé ekki skemmtilegt í bónus!!
bæææææ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha skemmtileg saga Linda mín. Og svona einhvernvegin ÞÚ
Kristborg Ingibergsdóttir, 15.3.2009 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.