jamm...

jæja loksins sjáum við nú breytingu til batnaðar á Valda mínum.  Hann er ekki orðinn alveg góður  en hann er nú verkjalaus meira og minna allan daginn....smá verkir stundum segir hann :-) . Hann er farin að vera í skólanum og geðið allt annan líka. Þessu má öllu þakka nýju mataræði!!  Reyndar fór hann að kvarta um vöðvabólgu hér og þar en það er víst algengt að á meðan líkaminn er að hreinsast af þessu glúteni og mjólkinni,  þá geta komið svona skringilegir verkir hér og þar, enda fara þeir nú þverrandi..  Já ég er mikið þakklát fyrir þessa hómópata.. Valdi búinn að fara í alls konar test og myndatökur og bara að nefna það, hann var búin að fara í það en ekkert fannst og læknarnir hunsuðu mig þegar ég fór að tala um  mataræði eða hugsanleg óþol. Það skein í gegn með þeirra framkomu að ég væri nú bara rugluð kerlingarmamma... svo framvegis fer ég til hómópata !!!!

helgin var bara róleg hjá okkur (eins og alltaf), skutl í karate Ninja, valdi í afmæli, ég að þvo þvotta og alltaf í heilsubúðinni að finna eitthvað gott handa Valda mínu, lita hárið í kreppunni heima hjá sér. Aðalsteinn stóð í ströngu að baka brauð en viti menn...hvert brauðið á eftir öðru var óætt!  Þetta verður kúnst að finna gott brauð eða góða uppskrift fyrir peyjann okkar. 

mér gengur ekki eins vel í æfingakennslunni og ég vildi...mér finnst ég alveg ömurleg en það er náttúrulega ekki satt...æi ég er einhvern veginn aldrei örugg með mig og verkefnið sem ég er með en þetta er reynslan til að læra af...Frown

ég sakna svo mömmu og pabba þessa dagana FootinMouth bíð ...bíð...þar til sumarið kemur. Skrítið hvað mann vantar mömmu og pabba fang stundum...og ég er orðin 37 ára gömul...svei attan!

jæja það er yndislegt að sjá sólina og birtuna koma og hvað lundin léttist við það LoL

heyrumst....knúserí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Yndislegt að heyra að Valdi sé að koma til   Aðalsteinn dettur örugglega niður á góða uppskrift af brauði. Elsku Linda mín ég skal vera skámamma þín

Knús til ykkar allra

Kristborg Ingibergsdóttir, 9.3.2009 kl. 17:59

2 identicon

Hæ. Það er líka hægt að kaupa tilbúið glutenfritt í pökkum í allskonar brauð og kökur:)

Hanna Þóra (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

32 dagar til jóla

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband