3.3.2009 | 10:43
kvíði og óvissa...
í dag þyrmdi yfir mig...barnið mitt gerir mig bráðum gráhærða af áhyggjum. Það fannst nú loksins út að Valdi minn er með glúten og mjólkuróþol. Við sjáum smá framfarir og þær taka eflaust tíma..en barnið vill ekki fara í skólann sem ég skil svo er em alveg ef það eru alltaf magakvalir. En það er eins og það sé eitthvað að í skólanum líka...hvað það er, er ekki hægt að draga upp úr honum með töngum. Hann hefur aldrei verið mikið fyrir að tjá sig og enn síður núna. Við foreldrarnir veltum fyrir okkur alls konar möguleikum: er hann þunglyndur, er hann með einhverja röskun sem gæti fylgt tourette, er hann lagður í einelti...?
Já það er margt sem maður getur velt sér upp úr. Þar sem ég er ekki sú sterkasta á velli í hörkunni þá kemur þetta illa niður á mér suma dagana...grátur, kvíði og spenna . En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Valdi minn veldur okkur áhyggjum og í hvert skipti þá hefur hann siglt í gegnum allt saman óskaddaður og skilur ekkkert í brasinu á foreldrunum. Hann er alltaf á leinhverri línu sem hann rambar á eins og drukkinn maður og maður býður eftir því að hann detti niður en hann nær alltaf aftur jafnvægi og hlær að okkur...það er ekkert að mér!
Ég er búin að vera í æfingakennslu í fjölbrautarskólanum í Garðabæ á listabrautinni þar...skemmtilegir krakkar. pínu erfitt andlega þar sem ég er með verkefni sem er í sífelldri þróun og ég er alltaf að gera eitthvað nýtt í hverjum tíma. Fæ ekki endurtekningu á námsefninu svo maður geti skoðað sjálfan sig og gert betur næst...en ég hef nú gott af þessu að fljóta með en ekki vera með pottþétta dagskrá. Þetta gerir samt það að verkum að maður er sífellt óöruggur í kennslunni, alltaf á tánnum og það er ekki sérstaklega gott fyrir mig akkúrat núna í Valda-veseninu. Maður vill nefnilega alltaf gera svo vel, vita og kunna allt sem maður er að gera..jebb.
Að sjálfsögðu þoldi kroppurinn minn þessa breytingu að standa í klukkutíma kennslu og geta ekki hvílt mig þannig að bakið mitt fór illilega og ég gekk um eins og spítukarl eða lá fyrir á hitapokanum góða. Sem betur fer þá gerðist þetta fyrir 5 daga fríhelgi svo ég náði nuddtíma og hvíld og var rólfær í gær fyrir kennslu...svei mér þá! Ég stóð ekki mikið í fæturnar þegar ég kom heim en finn samt að þetta er að koma.
mikið er þetta þunglyndisleg færsla í þetta skiptið :-( lofa því að herða upp hugann...
sí jú
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hetjan mín. Sendi ykkur góða strauma
Kristborg Ingibergsdóttir, 3.3.2009 kl. 14:15
Hertu upp hugann Linda mín. Þetta hefst allt á endanum.
Þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar mjög fljótlega. Þetta er bara spurning um að þola biðina.....
Gangi ykkur vel með litla frænda og þú með þig. Spurning um að þú þurfir bara að fara að kíkja austur til frænku í heitapottinn til að mýkja bakið þitt... það er alveg besta meðal sem maður fær eftir erfiða daga.´
knús til ykkar allra úr austri.
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 3.3.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.