11.2.2009 | 11:41
sei sei..
ja hérna hvað ég er orðin löt að blogga... ég held að facebookið taki bara öll völd af manni í þessum geiranum. En jæja sem sé, Valdi minn loksins að koma til heilsu aftur eftir allt saman en er samt enn ekki búinn að ná sér í meltingunni alveg..kvartar enn soltið. Enn þvílíkur munur á barninu eftir uppskurðinn. Við förum á eftir að taka saumana og Valdi minn pínu stressaður, nú vill hann bara láta svæfa sig fyrir öllu hehe.. svo hann finni ekki til. Hann er svo mikil mús þessi elska! Hann er mættur í skólann aftur og er greinilega mjög spennandi persóna þessa dagana eftir alla þessa lækna- og sjúkrareynslu, er að sýna skurðina.... já það er gaman að vera krakki.
Skólinn minn gengur bara ágætlega en mér finnst samt óþægilegt hvað ég er búin að missa úr. Er búin að vera með skemmtilegan kennara frá bandaríkjunum og höfum við verið að leika okkur með venjulegar bækur að breyta þeim eða nota sem skissubækur...ótrúlega gaman..þetta hefur örvað mig svo í sköpun því ég hef ekki haft löngun til þess undanfarin árin. Núna er ég alveg vitlaus að byrja gera eitthvað..... En það er erfitt að finna tíman frá skólanum og fjölskyldu. Aðallega heimanáminu sem maður er að gera hverja auða stund. En ég hugsa mér gott til glóðarinnar þegar sumarið kemur.
Ég datt niður á þrusugott tilboð á borðtrönum sem ég kippti með mér heim í gær úr pennanum. En viti menn, þegar ég ætlaði að fara að setja þær saman þá var engin bæklingur..engar leiðbeiningar!!! Þetta gat nú ekki verið flókið hugsaði ég með..ég meina ég er nú með heilmikla rýmisgreind.. dóttir hans pabba...eða það hélt ég. Ég sneri þessum spýtum fram og til baka á alla kanta og þetta bara passaði ekki...ég fékk minn heittelskaða með mér í lið og enn og aftur var spekúlerað... Nei þetta var ekki að gera sig! Sjálfsmatið hrundi og ég byrjaði að væla á pabba minn...pabbi minn gæti þetta nú alveg pottþétt ef hann væri hérna. Minn heittelskaði svaraði engu....Já það er ekki alltaf auðvelt að eiga svona konu eins og mig sem neitar að þroskast og hætta vera litla stelpan hans pabba og hefur alltaf ofurtrú á pabba sínum ...hann getur nefnilega allt! Þetta endar náttúrlega þannig að ég verð að fara aftur í pennan og skissa trönurnar upp og merkja spýturnar...eða.. kannski bara athuga hvort það eru til leiðbeiningar hí hi...
jebb svona er það nú..
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að allir séu að skríða saman.
Elskan mín aldrei hætta að vera litla stelpan hans pabba.... það er svo gott. Ég er það ennþá og kem til með að vera það alla tíð. Enginn getur tekið það frá manni Enda vorum við svakalega heppnar með að fá að upplifa yndislegustu menn á jörðinni. Sennilega erfum við það af þeim.... gengur þetta ekki örugglega í erfðir ha ha ha...
Knús og kossar á dass family frá Selfossinu
Eigum við ekki annars að fara að hittast á smá "rauðvínsfundi" með Tóta og skipuleggja smá hitting hjá Þórðarbörnum í sumar ? Mig er farið að langa svo til að hitta fjölskylduna mína
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 13.2.2009 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.