letihaugurinn Linda eða busy konan Linda

ég er nú meiri slóðinn..hef ekki nennt blogginu undanfarið. Annars var ég að spá hvað maður eyðir miklum tíma í þetta tölvudót, facebook, e-mail, blogg.....hmm er þetta ekki bara komið út í vitleysu.

Annars hef ég verið svo tætt undanfarið því Valdi minn er bara ekki að lagast neitt í maganum, hann grætur nær hvern morgun af magapínu..við foreldrarnir reynum að skipta dögunum á milli okkar sem við erum heima hjá honum þvi hann vill alls ekki vera einn heima ef hann fær magakast. Þetta myndar spennu á milli náms og vinnu og okkar á heimilinu. Í morgun þá var hringt í mig í skólannn og var það frá læknastofunni að setja niður tíma í maga- og hitt speglun fyrir drenginn minn, ég var að spá hvort hann gæti fengið svæfingu því hann er mjög hræðslugjarn og kvíðinn svo ég tali nú ekki um þegar hann tekur svona þráhyggjuköst og þá getur verið fjandanum erfiðara að eiga við hann. Nú þetta endaði þannig að ég fékk annað símtal frá lækninum sem tók fyrir þetta og hálf skammaði mig, hvaða óþarfa vesen þetta væri nú á mér....jæja ég var búin að horfa upp á strákinn minn náfölan í morgun að reyna að koma sér í skólann með dúndrandi magapínu og ég vonda mamman sem gat ekki verið heima hjá gimsteininum sínum með samviskubit sem var að sliga hana..hvað haldiði...ég náttúrulega fór að hágráta í símanum (ég vona samt að læknirinn hafi nú ekki heyrt það) um tilhugsunina að barnið mitt gæti nú  meitt sig hjá lækninum. Ég hef verið að hugsa um þessa foreldra sem eiga langveik börn og jafnvel börn sem eiga sér litla sem enga lífsvon og það fer um mig...stór hrollur....!!

En út í gleðilegra og ekki eins mikla sjálfvorkun og væl... Ég sá mynd af fíl um daginn og áttum við að velta fyrir okkur hvað væri nú svona líkt með þeim og okkur...ágætis pæling, sjá mynd:fíll 1 þeir eru alveg jafn hrukkóttir og ég, nota gleraugu þegar aldurinn færist yfir og síðast en ekki síst þá skreppur andlitið saman eins og rúsína og eftir standa stór flaksandi eyru og risanef!! Eiga erfitt með að læra eitthvað nýtt. Hafa ótrúlegt minni um fyrri tíma...vanafastir

já það er margt til í henni veröldinni...

 

bæbæbæææææ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Hæ sæta. Þegar Palli fór í þetta var hann alveg út úr heiminum eftir kæruleysissprautu sem þau. Hann fann ekkert til. Hann var á aldur við Valda. Ég fór í þetta líka og svona virkaði sprautan líka á mig. Vonandi er eins með Valda. Mér var sagt að ristillinn gæti hreinlega sprungið ef þetta væri gert í svæfingu. En þetta er ekki eins mikið mál og maður heldur Linda mín.

Kristborg Ingibergsdóttir, 30.1.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

32 dagar til jóla

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband