5.1.2009 | 16:06
ein heima
Hér sit ég ein upp í rúmi á miðjum degi alein heima! Veit ekki hvað ég á að gera af mér því börnin mín eiga skemmtilegra félagslíf en mamman... Þetta er nú svo sjaldgæft að maður reynir nú að njóta þess, ekki satt. Annars var þetta fyrsti dagurinn í skólanum eftir jólahlé og mín svaf ekkert sérstaklega vel í nótt, hugurinn fór um víðan völl og bara ekkert "control" á því. Þetta er alltaf svona þegar eitthvað nýt er í vændum þá bara fer hugurinn á "overdrive" og allur líkaminn spennist upp ... púff! Svo vaknar maður annað slagið og lítur á klukkuna dauðstressaður yfir því hvað maður sefur illa..geðveikt!! Mig dauðlangar að leggja mig en þori því ekki því ég gæti þá sofið allan daginn og lendi þá í sama pakkanum í kvöld. Neibb best að hengja augnlokin á snúrurnar og þrauka daginn á enda.
Fyrsti tíminn minn í skólanum var náms-og þroskasálfræði sem ég var mjög spennt fyrir. Ekki eins spennt eftir tímann því kennarinn var ekki alveg að heilla mann. Velti því fyrir mér hvort ég eigi að halda þessum kúrs eða taka einhvern annan, sjáum til. kennararnir skipta eiginlega öllu máli þegar kemur að námsefnisvali þótt ótrúlegt sé.
Valdi var að koma inn áðan að betla pening, þeir vinirnir höfðu fundið einhverja aura á götunni og svo hafði einhver maður gefið þeim 15 kr. Valdi á náttúrulega leiðinlegustu mömmu í heimi því hún tók ekki vel í þetta betl og hélt fyrirlestur yfir þeim að passa sig á körlum sem gefa pening, þeir gætu nú verið dónakarlar og svo hefður þeir ekkert með það að gera að fara í sjoppuna og kaupa nammi því jólin væru nýbúin með öllu sukkinu og óhollustunni. Drengirnir hrökluðust út aftur með skelfingarsvip og Valdi minn þurfti enn og aftur að eiga mestu gribbumömmuna...
jæja jæja lítið að gerast í dag
BÆææææ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voðalega ertu mikill gribba Aumingja Valdi Vonandi voru þetta bara svona fyrstadagsleiðindi í kennaranum Var að frétta að við myndum hittast á laugardaginn. Hlakka til
Kristborg Ingibergsdóttir, 7.1.2009 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.