1.1.2009 | 14:03
nýtt ár..
jæja þá er árið liðið og maður hugsar til baka hvað hefur verið að gerast hjá manni, og eins og vanalega þá man maður ekkert í fyrstu og hugsar hve boring líf maður á, gerist bara ekkert!!! En það er náttúrulega ekki satt. Árið 2008 janúar byrjaði nefnilega vel. Aðalsteinn kláraði meistaraprófið sitt í matreiðslunni og tók við nýrri stjórnunarstöðu í eldhúsmálum Bláa lónsins í kjölfarið. Ég og börnin bættum öll við okkur einu ári í aldri þennan mánuð sem var gleðilegt hjá börnunum en kannski ekki svo mikið gleðiefni hjá mér.
Ég tók þá ákvörðun að hætta sem dagforeldri og sækja um í skóla. Ég komst inn í Listaháskóla íslands í kennararéttindanám og fór því bara á námslán eins og hinir ungu krakkarnir og diggaði skólann he.. .he.. heilasellurnar voru mjög riðgaðar af vanrækslu og óttinn um að heilastöðvarnar virkuður ekki eins og í gamla daga plagaði mig framan af en svo bara kviknaði í öllu og skólinn hefur gengið vonum framar og stefni ég því bara á aframhaldandi nám að þessu lokinu.
Ekki má gleyma því að við hjónakornin giftum okkur þann 28. júni á afmælisdaginn hennar mömmu minnar. Þetta var í einu orði sagt dásamlegur dagur og ég vildi að ég gæti gert þetta oft!!! Þarna var samankomið allt fólkið manns sem manni þykir vænt um og helst hefði ég viljað vera þarna allt kvöldið að spjalla..... Eiginlega varð ég veisluóð eftir þetta og var að reyna finna upp á alls konar tilefnum til þess að... Svo var farið í brúðkaupsferð til Spánar í húsið hennar mömmu, ALEIN já alein. Það var nú það skrítnasta sem við höfum gert. Við sátum á móti hvort öðru og höfðum ekkert að segja..hí...hí ..hí... í lokin vorum við aðeins farin að venjast því að það væri enginn að kalla á okkur að skeina, gefa að borða eða.... Þetta var í fyrsta skiptið sem við fórum frá börnunum í svona langan tíma (viku). Enn þetta var samt yndislegur tími.
Við náðum nú líka að fara í eina sumarbústaðaferð sem heppnaðist ha.. ha... ekki vel. Við mættum á staðinn og tókum upp úr töskum og gerðum allt klárt, svo var byrjað að grilla. Við vorum að gleypa síðasta bitann þegar umsjónarmaðurinn bankar upp á og tilkynnir okkur það að við vorum viku of sein í bústaðinn og næsta holl var mætt á staðinn með sínar pjönkur. Eftir á var hlegið mikið en akkúrat þarna var okkur ekki skemmt og börnin grétu sárt því það var búin að vera ótrúleg tilhlökkun fyrir fríinu saman. En við eigum svo góða að, að það leið nú ekki á löngu þar til að Gréta systir hans Aðalsteins lánaði okkkur bústaðinn sinn fyrir austan rétt hjá Höfn og þar eyddum við ansi góðum tíma í frábæru umhverfi....Þetta bjargaði sumarfríinu okkar!!
Haustið byrjaði með stæl fyrir okkur mæðgurnar, ég í minn skóla og Elsku Una mín steig sín fyrstu skref í sinni skólagöngu. Una hefur staðið sig eins og hetja, lesturinn kominn vel á veg og félagslega stendur hún sig mjög vel. Kennararnir nota hana ansi oft sem hjálparhellu við hin börnin sem eru ekki eins sterk á vellli og hún þ.e. að draga þau börn út að leika o.s.l. Einnig byrjaði Una í fótbolta hjá Val svo það hefur verið fjör og endaði önnina á jólamóti sem gekk vel bæði unnið og tapað. Valdi minn hélt áfram í Karate í haust og tók gráðu á hálft appelsínugult belti nú fyrir jólin. Við vorum svo ánægð með það því hann hefur verið svo óheppin í haust að fá tvisvar sinnum lungnabólgu og verið mikið fjarverandi.
já Haustið hefur verið prófsteinn á samvinnu fjölskyldunnar og það bara gengið nokkuð vel. Reyndar verið mikil viðbriðgði fyrir krakkana að hafa mömmu ekki eins mikið heima og alltaf til taks fyrir þau en allt hefur samt einhvern veginn gengið upp. Valda finnst það ekki fara mömmu sinni vel að vera útaf heimilinu, það sé miklu meira flott á pabba hans en svona er lífið!
Nú er komið nýtt ár, öll afmælin framundan og nýjar kröfur, ný verkefni og meiri ögrun í framtíðinni, best að taka því fagnandi!!
kveðja Linda
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár elsku frænka
Vonandi hittumst við miklu oftar á nýja árinu. Knús til familyjunnar þinnar
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 2.1.2009 kl. 11:15
Gleðilegt ár elskan og takk fyrir gömlu árin. Já nú færðu aldeilis ástæðu til að halda veislur Öll þessi janúarafmæli. Ég hlakka Knús
Kristborg Ingibergsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.