takk fyrir allt gamalt og gott...

Mikið er ég glöð og þakklát að eiga þessar æskuvinkonur sem ég á.  Höfðum hitting í dag hjá Unni og að venju þá er alltaf eins og við höfum hist í gær þó langt líði oft á milli.  Oft finnst mér þær vera eins og bakland, sterkur grunnur sem ekkert getur grandað...ótrúlegar! 

Annars eru nú jólin búin að vera dásamleg, rólegt og gott frí. Börnin samt farin að hlakka til að fara í skólan aftur og sennilega ég líka því ég er eins og börnin, höndla illa óregluna. ER að fara seint að sofa og vakna seint, sem mér ferst illa. Ég er alltaf með samviskubit að sofa en samt finnst mér það svo gott..... dagurinn verður að engu.  Mér líkar best að hafa allt í föstum skorðum, sennilega að verða einstrengingslegri með árunum. En nú fer að líða að áramótunum og spurning hvort maður strengi einhver heit...hmm...  Ég hef nú aldrei gert það áður svo ég muni eftir, jú jú það væri kannsi gott að vera betri mamma, duglegri í leikfimi og kannski elska sjálfan mig meira Wink 

Á morgun ætlum við að vera  heima með grislingana okkar, borða góðan mat (eins og alltaf), fara á brennuna í suðurhlíðunum, horfa á skaupið og svo sprengja þ.e ef börnin ná að vaka fram yfir miðnætti he..he.. í fyrra þá sofnuðu þau bæði yfir skaupinu (góð meðmæli það). Það verður kannski bitastæðara núna!!

gleðilegt ár...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

32 dagar til jóla

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband