Tilhlökkun :-)

Wink Mikið er þetta búin að vera góð helgi. Við vorum meira og minna heima við í gær með börnunum í svona léttri hreingerningu, þurrka ofan af eldhússkápum og svoleiðis. Aðalsteinn fór út á sleða með Unu og sprengdi sig nærri því (þarf kannski að ræða það eitthvað, sumir hafa bætt aðeins  á sig...hmm..) Valdi minn lá úti held ég í 3-4 tíma og kom heim svo blautur og kaldur og SVANGUR ...  Enduðum þetta svo í kósý-kvöldi fyrir framan kassan öll saman. Svona dagar gefa manni eitthvað svo gott í hjartað.  Svo í dag fórum við í yndislegt jólakaffi til Bobbu og Frissa mág og núna er ég bara á niðurtrippi eftir kökuátið. Það fer mér ekki vel að borða sykur, ég fæ sko alltaf að borga fyrir það.......ó ó ææ mallakúturinn minn! Sick   En það var gott á meðan á því stóð! Smile

Það er alltaf að verða jólalegra og jólalegra og hátíðarskapið sígur yfir mann. Maður er bara að deyja úr tillhlökkun fyrir þorláksmessu að komast í skötuna...mmmmmmm....hallelúja! Það tínist inn fólk sem hefur engan stað til að vera á með þessi yndislegheit, Bobba og Frissi og mamma hennar Bobbu koma, eins kemur Tengdó og nágrannakonan mín og sennilega líka einn vinur hans Aðalsteins. Já það er orðið erfitt fyrir suma fá að elda skötuna en það er sko ekki þannig í mávahlíðinni sem betur fer! Við fórum í fyrra á veitingahúsið Laugarás að borða skötuna því það voru engir heima um jólin í fyrra sem vildu vera með í skötunni. Okkur fannst þá ekki taka því að menga allt húsið með þessari hræðilegu lykt, þó mér finnist skatan góð þá er lyktin það ekki! En núna er mannskapurinn til, það er nefnilega skemmtilegast að hafa sem flesta með sér í þessu ef maður er á annað borð að gera þetta. Svo ég haldi nú áfram með reynslu mína á veitingahúsinu að þá var það allt í lagi fyrir Aðalstein en fyrir mig var það bara ömurlegt... Skatan ekki eins góð og ég var vön og svo fékk ég ekki brætt smjör með henni eins og ég vil (ég borða ekki hamsatólg),  heldur var fleygt í mig köldum smjörstykkjum sem að sjálfsögðu eyðilögðu allt og ... ...já þetta verður alltaf að vera eins!  Það besta er að fyrir svona fjórum eða fimm árum þá var ég nú viss um það að Skötu myndi ég nú aldrei borða en ákvað þó að gefa þessu séns og viti menn Linda féll kylliflöt!!!

Ég hlýt að vera öfunduð út á Spáni...he he he....

jæja knúserí og kosserí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Mikið er ég heppin að vera í fjölskyldunni ykkar. Það er svo gott og gaman að koma til ykkar og ekki skemmir skatan fyrir  Takk fyrir yndislegan dag, knús og kossar

Kristborg Ingibergsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:22

2 identicon

já ég segi eins og Bobba.

Mikið er ég fegin að vera í fjölskyldunni þinni frú Linda.

En ég verð að elda mína skötu sjálf. Eða þannig.

Ægir minn er að fara að elda skötuna og sjóað fisk handa þeim sem ekki borða skötuna.

Nei hann ætlar víst að steikja gellurnar í brúnni sósu. Eins og pabbi gerði í gamladaga. uummmm 

Ég heyri í Steinunni Báru áðan og þau voru komin í göngin.

Elín Sigríður afmælisbarn rak upp óp. Ha er pabbi að elda fisk !!!???

Fæ ég þá ekki SKÖöööööTU???????

JÚ AUÐVITAÐ FÆR AFMÆLISBARNIÐ SKÖTU.

Bið að heilsa í bæinn.

Gleðileg jól frá okkur hérna í Víkinni. 

Árný Bára og co. 

Árný Bára (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

32 dagar til jóla

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband