annað fráfall..?

Tölvan mín dó daginn eftir að skilaði síðustu ritgerðinni minni í skólanum, hvílík tillitsemi segi ég nú bara. Þessa dagana slæst ég við manninn minn um vinnutölvuna hans svo ég geti nú tékkað á fésbókinni og póstinum. Eiginlega er ég að gera mér grein fyrir því þvílíkt tölvunörd ég er að verða, þá meina ég ekki á vitrænan hátt heldur á afþreyjingarhátt Wizard .  Ég hleyp á móti eiginmanninum áköf á svipinn þegar hann kemur heim, hann breiðir út faðminn með tilhlökkunarsvip, já loksins fær hann þær móttökur sem hann hefur dreymt um síðan við kynntumst, að ástkonan stökkvi upp í fang hans með kossi og hrifningu, loksins!  En þegar ég nálgast hann tek ég snaggaralega dýfu og hrifsa af honum tölvutöskuna og andvarpa með fjarrænu augnráði og sælubros á vör, velkominn heim elskan!

Svona getur jólatölvufríið farið með mann.....

Annars gengur jólaundirbúningur vel, búin að baka piparkökur, búin að senda jólakortin og næstum búin með pakkana, settum upp jólatréð í gær, geðveikt!! Og við krakkarnir pökkuðum eitthvað inn í dag og settum undir tréð.

adios...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Hva????? er Aðalsteinn ekki búin að gefa þér nýja tölvu  dóni er hann

Hlakka til að koma og sjá jólatréð ykkar

Kristborg Ingibergsdóttir, 17.12.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

264 dagar til jóla

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 319

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband