6.12.2008 | 15:01
Hann er farinn...
Tengdapabbi fór í gærkveldi. Flest börnin hans og kona voru hjá honum þar til yfir lauk. Maður er frekar meir og þarf lítið til að fá tár í augun. Aðalsteinn minn ber sig alltof vel. Krakkarnir mínir taka þessu eins og börn gera, eru forvitin og leið fyrir pabba sín hönd. Una spurði því pabba sinn í gær þegar hann kom heim frá spítalanum hvort hann væri dapur. Hann svaraði því játandi. Una spurði þá hvort hún ætti ekki að skemmta honum, og fer í trúðshlutverkið af mikilli alvöru svo pabbi hennar gat ekki annað en skellt up úr. Svona gullkorn redda lífinu. Börnin eru svo einlæg og nálgast þetta svo raunsætt oft. Þau segja bara við pabba sinn að það er alltaf einhver sem deyr á hverjum degi og alltaf einhver sem fæðist á hverjum degi og alltaf einhver sem á afmæli!! Þetta er ekkert flókið...
sjáumst....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kærleikur til ykkar
Kristborg Ingibergsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:05
Elsku Linda mín ...Aðalsteinn og börn innilegar samúðarkveðjur frá okkur Steina
Þín frænka Jóna
Jóna Thordardóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:21
Elsku fallega fjölskylda. Sendi ykkur allar mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Þið vitið hvar ég er elskurnar mínar ef það er eitthvað sem ég get gert..
Samúðarknús og kossar að austan
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 9.12.2008 kl. 12:27
takk elskurnar mínar
Linda Þorvaldsdóttir, 10.12.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.