30.11.2008 | 17:10
Vetur konungur...
ég verð bara að segja það að veturinn á ekki við mig! Ég bý í ullasokkum og loðhúfu þessa dagana og þegar ég keyri þá pakka ég mig inn í flísteppi.....andvarp... En það sem kuldinn gerir gott er það að öll helgin hefur farið í að vera með börnunum innan dyra og tína upp jólakrautið og drekka heitt súkkulaði. Aðalsteinn tók sér líka frí svo þetta er búið að vera góð helgi fyrir okkur fjölskylduna.
Við mæðgurnar dönsum í kring um hvora aðra, eigum bágt með að láta að stjórn. Ég vil hafa hlutina og skreytilistina á minn hátt og Una er mér oftast ósammála.... Endar oftast þannig að ég nýti mér fullorðinsréttinn og tek völdin. EKKI SANNGJARNT! segir dóttir mín.
En jólaskapið læðist nú aftan að manni þegar maður byrjar að gera jóló hjá sér, ekki frá því að ég hlakki til jólanna núna!
jóla hvað....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segjum tvær, jóla jóla, ég er að komast í jólagírinn
Kristborg Ingibergsdóttir, 30.11.2008 kl. 20:40
Hæ og takk fyrir síðast. Yndislegt að fá ykkur Tóta í heimsókn
Ég kannast alveg við þetta skreytilistast sjálf-sindromið. Er þetta ekki bara eitthvað í ættinni ???
knús til ykkar allra
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 1.12.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.