viðgerðarmaðurinn og bensínkarlinn

ég þurfti að enda síðasta blogg frekar snögglega því það var hringt á dyrabjöllunni hjá mér og inn gekk viðgerðamaður frá símanum! já þessir myndlyklar frá símanum eru algjör snilld ef ekki væri fyrir þessa dásamlegu bilunartíðni. Við erum búin að vera í stanslausu brasi síðan við fengum hann, ég og fólkið í 8007000 erum ótrúlega náin eftir þennan tíma! Viðgerðarmaðurinn væni greip mig í landhelgi því ég hafði verið föst við tölvuna í góðan tíma þegar hann kom og börnin mín leikið frjálsum hala um íbúðina....... ímyndið ykkur!  Eins og góðri húsmóður sæmir þá stökk ég inn í stofu og reyndi að afmá helstu sönnunargögnin um hversu hræðileg húsmóðir ég væri á meðann maðurinn krukkaði eitthvað í símtengilinn á ganginum. Svo hann fattaði nú örugglega ekki hvað ég væri að gera þá talaði ég þessi ósköp um bilanatíðnina o.s.frv.,  greip moppuna og  fór yfir allt gólfið og rétt náði að grípa andann og lát sem ekkert sé þegar karlanginn stóð upp. (Ég var tilbúin að fara með hann inn í stofu þar sem myndlykillinn er!) Hann þakkaði pent fyrir sig og sagðist vera búinn með verkið........... ég meina það!! Eru konur bara svona? ég er viss um það að ef hann hefði farið inn í stofuna þá hefði hann ekki einu sinni tekið eftir því hvort þar væri drasl eða ekki.

Núna er að síga á seinnihluta tarnarinnar í skólanum og það er aðeins farið að segja til sín, smá stress. Markmiðin hafa lækkað og væntingar hrapað. það er bara ómögulegt að sinna öllu 100%.

ég verð nú að segja ykkur soltið skondið sem kom fyrir mig um daginn. eins og þeir sem þekkja mig þá er kroppurinn minn góði ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir. Ég var soltið óhress með mig því ég sat alltaf einhver vegin svo skökk í bílnum mínum. Ég hugsaði með mér að nú væri mjöðmin alveg að gefa sig því ég lá bara einhvern veginn til hliðar hægra megin á líkamanum!  Eins og ég væri að detta í farþegasætið. Svo fer ég á bensínstöð að fylla á bílinn þá er þessi yndislegi hjálpsami maður sem fer að sparka í framdekkið farþegamegin. Jú viti menn það var nærri loftlaust!!! Hann pumpaði í það fyrir mig og mjaðmaskekkjan réttist alveg að sjálfum sér he he............ og Bensínkarlinn sparaði mér ferð til Gústa sjúkraþjálfa!

jæja þar til næst.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Mjöll  Valdimarsdóttir

ha ha ha góð færsla hjá þér frænka.

Hlakka rosa til að sjá ykkur Tóta í kvöld   Knússsss og krammm

Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 26.11.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Þú ert nú algjör perla Linda mín. En mikið þekki ég þetta ofsóknarbrjálaði sem grípur mann ef einhver kemur óvænt og ekki er allt tandurhreint :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 26.11.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

32 dagar til jóla

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband