21.11.2008 | 14:49
úff og púff...
Meira en helmingnum lokið af þessum dásamlegur verkefnum úr skólanum..... fram undan aðeins léttari dagar!
Ég fer að verða snillingur í fagurfræðilegum upplifunum og nota mikið að óraunverulegum skreyti orðum til að þykjast vera með í hámenningu listanna. Ég er eiginlega búin að komast að því að alþýðlegri manneskja en ég er ekki til. Ég skil bara ekki þessi uppskrúfuðu orð sem maður er neyddur til að lesa og reyna að hafa skoðun á. Einhvern vegin krafla ég mig út úr þessu eins og sauðkindin, lifi þetta af og er engu nærri nema ég kann nokkur flott orð. Velti því svona fyrir mér hvenær ég noti þau í daglegu lífi. Það væri þá ekki nema mér væri boðið í flott kokteilboð sem ég viðurkenni að er ekki mjög líklegt þar sem ég er of mikið almúgabarn ekki eins af þessum 30 sem fóru á fyllerí um daginn en í þeim aðstæðum gæti ég reynt að fleygja í kringum svona flottum hugtökum og smart orðum......já ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég í rosa flottum kokkteilkjól og pinnahælum með slefandi karlagrúppíur í kring sem halda á mótmælandaspjöldum með flottum fagurfræðilegum hugtökum hmm.........nei þarna fór ég kannski aðeins yfir strikið......!! Ekki lesa þetta!
En jákvæðnin verður að taka völdin svo maður missi sig ekki. Valdi minn búin að vera veikur heima með slæma hálsbólgu og maraþon gláp á sjónvarp. Ég held hann hafi náð 12 tímum í gær! Svo í morgun fékk ég símhringingu í skólann og þá var peyinn að gera tilraun heima (greinilega horft yfir sig í gær) sem var með frekar ógreinilegt innihald og það vantaði bara rafmagn til að láta eitthvað gerast ÚPPS....... Ég hljóp snarlega úr tímanum og hvíslaði ótt og títt í símann að nú væri komið nóg. tími til að hætta!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er Valdi minn nú orðin ekta "uppfinningamáður"???? Vonandi ekkert alvarlegt á ferðinni elskan :o) Knús til ykkar allra.
Kristborg Ingibergsdóttir, 21.11.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.