Hmm....hvað eiginlega......

Woundering ég upplifði svolítið sláandi á fyrirlestrinum um langveik börn um daginn. þetta hefur svona verið að malla í mér. Kannski það fyrsta að þarna var verið að fjalla um langveik börn og þar var talið með Tourette sem Valdi minn er með. Ég skil það alveg að þessi sjúkdómur  fer aldrei en einhvern veginn hafði maður alltaf hugsað um krabbamein, hvítblæði og etc..sem langveik börn en ekki þessar geðraskanir og ofvirkni og þar eftir götunum. Ég var einmitt að segja krökkunum mínum frá þessum fyrirlestri og þá segir Valdi hálf hneykslaður að hann væri nú ekkert veikur! Það tók sko í mömmuhjartað þarnaFootinMouth 

Hjukrunarkonan sem var þarna að fræða okkur talaði um að það væri búið að finna genið sem veldur Tourette og það væri því hægt að skima eftir því í fósturskönnun ef óskað væri eftir því. Hjartað mitt datt niður í maga þegar ég heyrði þetta. Hvað.......ég veit eiginlega ekki hvað á að segja við þessu! Ef að ég hefði haft val á sínum tíma og mér verið boðið alls konar skimun og bara sagt já við öllu, því jú það er ekki gott að vera öðruvísi í dag.  Ætti ég þá ekki gullmolann minn, litla snillinginn? Ég meina hann er vel greindur á öllum sviðum, gengur vel í lífinu og það er ekki litið öðruvísi á hann en næsta dreng hmm......  Hann er kannski svo heppinn að vera ekki mjög mjög slæmt tilfelli en nóg samt til að vera honum stundum til ama og annara til eftirtektar.

Ég hef að sjálfsögðu aldrei pælt í því hvað þessar skimanir þýða í sjálfum sér. Ég held jú þarna er verið að skima eftir mikilli líkamlegri fötlun, vatnshöfuð etc... ég veit ekki hverju fleiru er hægt að skima eftir en þetta vekur upp spurningar um siðferði læknisfræðinnar sem hefur kannski ekki verið mikið fjallað mikið um.

Strákurinn minn á kannski eitthvað óþægilegra líf en næsti, en varla svo. Sumir þurfa að upplifa ástvinamissir, aðrir líkamlegt og andlegt ofbeldi o. s. frv. Eigum við að útrýma öllum fóstrum sem hafa einhverja galla? Þessi hefur þunglyndisgen, þessi hefur ofvirkni og athyglisbrestsgen. Æ ég veit nú bara ekki....... Þetta ´sló mig bara svo því þarna kemur að minu barni sem ég myndi aldrei vilja skipta á. Ég veit að það er ekki auðvelt að eiga mikið fötluð börn og það er ekki eitthvað sem maður óskar sér en er kannski þekkingin fara að taka fram í fyrir náttúrunni. eins og við erum kannski farin að skima fyrir öllu þá erum við líka farin að bjarga 26. vikna gömlum fóstrum sem undir flestum kringum stæðum ættu að fá að fara náttúrulega því oftast er eitthvað að.......

jæja nú er ég komin út og suður. Mikið er ég glöð að eiga börnin mín og manninn minn!Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Frábær pæling Linda mín. Athyglisbrestur á háu stigi hmmmm ætti ég þá ekki strákinn minn ef svoleiðis fóstrum hefði bara verið eitt. Börn með geðhvarfasýki ???????????? Góð pæling. Er þetta ekki komið út í öfgar. Ég er svo glöð að eiga allt mitt fólk. Og glöð að eiga ykkur að.

Kristborg Ingibergsdóttir, 16.11.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

32 dagar til jóla

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband