Æi........

Mikið getur það verið erfitt stundum að vera mamma. Valdi minn fékk eitthvað pirringskast þegar ég kom heim úr skólanum. AngryHvers vegna veit ég ekki ennþá. Hann gerir þetta stundum og maður veit hvorki upp né niður. Hjartað í mér kremst því þetta er svo mikil vansæld. Ég reyni að fiska upp úr honum hvað í ósköpunum sé að bögga hann en hann þvertekur fyrir allt. Að sjálfsögðu fer ímyndunaraflið mitt af stað og alls kyns hlutir renna í gegnum hausinn á mér.  Svo hálftíma seinna þá er allt búið og eins og ekkert hafi gerst.... dularfullur þessi sonur minn!  Mér finnst líka svo oft erfitt að giska á hvort þetta sé einhver vansæld sem á sér einhverjar orsakir annars staðar frá eða hvort þetta séu tilfinningaköst útaf tourette. arrg....! Hann er einmitt búin að vera frekar mikið kækjóttur undanfarið svo það gæti verið eðlileg skýring hmm....

Una mín er búin að vera með eitthvað agalega ljótt líkþorn undir ilinni undanfarið sem hefur truflað hana soltið. Við höfum að sjalfsögðu farið með hana til læknis og fengið einhverja plástra sem eiga að drepa húðina....ekki smart og ekki sniðugt því ekkert hefur gerst.  Fórum loks til húðsjúkdómalæknis sem greindi þetta vörtu Frown þannig alltaf að fara strax til sérfræðings!! Hún Una er sniðug stelpa og hefur mjólkað þetta vel.  Haldið á henni þegar þreytt, bílfar í skólann, þetta er svo sárt að vera með svona!

Annars var ég ág óðum fyrirlestri í dag um langveik börn í skólakerfinu.  Ótrúlegt en satt þá eru um 20% barna í skólakerfinu langveik/með greiningar!

jæja sí jú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Ótrúlegt 20% barna langveik. Vonandi er Valdi minn búin að jafna sig :o) Já hún er sko sniðug hún Una mín :o) Knús til ykkar allra.

Kristborg Ingibergsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

32 dagar til jóla

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband