Valdasjúkur!!

þá er skólinn byrjaður aftur með pomp og prakt, þúsund verkefni framundan. Vona bara að ég lendi ekki inn á geðdeild fyrir jólin! Þetta er svo mikið púsluspil að bóka hitting með öllum þessum lærdómshópum. Betra ef þetta væru bara einstaklingsverkefni. jæja það þýðir nú lítið að væla, spýta bara í lófana og kýla á þetta, einn dag í einu!

Annars var elskulegi eiginmaðurinn minn með alveg dásamlegan mat í gær, Kalkúnn og svoleiðis.....mmmmmmm smá jólaprufaInLoveJón vinur okkar sat yfir þessum kræsingum með okkur og var að sjálfsögðu verið að ræða þjóðfélagsmálin. Davíð Oddsson barst til tals og segi ég eitthvað á þá leið að hann Davíð sé nú valdasjúkur andsk.... þá gellur í Unu litlu "hver er Davíð"?  ég reyni að útskýra það fyrir henni og hún horfir hugsi á mig og spyr svo "af hverju er Davíð sjúkur í Valda bróðir minn?" Þau eru svo yndisleg þessi börn!!

Djöf....Devilvar ég fúl Þegar ég kom út í morgun og ætlaði að opna litla sæta bílinn minn. Hurðin sat föst og sá ég þá að það var búið að keyra á brettið og hurðina. ég komst ekki inn og þurfti að skríða farþegameginn inn og yfir í sætið mittAngry Svo var enginn miði eða neitt! Þessir nágrannar eru undir vökulu auga núna skal ég segja ykkur. Maður hefur nú ekki efni á þessu akkúrat núna. Þetta er svo fúlt því það skiptir engu fyrir náungan ef hann er tryggður að láta vita.  

tja.. læt í mér heyra elskurnar 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Hún Una er algjör perla :o) Vonandi finnur þú sökudólginn sem keyrði á litla sæta bílinn þinn elskan. Þetta er óþolandi hvernig fólk getur verið.

Kristborg Ingibergsdóttir, 10.11.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Íris Mjöll  Valdimarsdóttir

hæ frænka

svakalega leiðinlegt að heyra með bílinn þinn. Ótrúlegt hversu óheiðarlegt fólk getur verið ...alveg ömurlegt.

Annars veistu esskan að það er sko alltaf heitt a´könnunni í Árbakkanum og þið eruð sko alltaf meira en velkomin  í til mín.*Væri bara yndislegt að fá að sjá ykkur. Gefu svo öllum knús frá mér

Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 10.11.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

32 dagar til jóla

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband