5.11.2008 | 16:36
Dagur 2....
jebb, annar dagur í æfingakennslunni og ég enn jafn orkulítil eftir daginn. Hvernig fara þessir blessaðir kennarar að? ég tek ofan fyrir þeim núna!! Reyndar voru krakkarnair mínir sem ég var að kenna alveg frábærir og stóðu sig eins og hetjur. Það var 8. bekkur sem vinkona mín var að kenna sem var hræðilegur. Athyglisbrestur á háu stigi var að drepa þau, það var gasprað og illa farið eftir fyrirmælum og bara.... horror!! Dónaleg!! Gelgjur!
Ég er ekki viss um að ég gæti þolað svona... ég er ekki viss um að ég vilji vera kennari þegar ég sé svona krakka.
Sem betur fer á ég mína yndislegu krakka til að koma heim til (að hugsa sér að þau séu kannski eftir að verða svona)
Ég hitti Tóta bróðir og Ingu systir síðustu helgi sem er kannski ekki frásögu færandi nema það að við áttum svo góða stund saman eins og alltaf þegar eitthver af okkur hittast. Þegar ég keyrði heim þá helltist yfir mig þessi yndislega hlýja og gleði í hjarta mitt, tilfinning sem maður fær bara við þessa einstöku stund sem maður á með sínum nánustu. þetta er ein þessara stunda sem gefur lífinu tilgang.
Ein soltið væmin í dag......en ánægð að eiga þessa fjölskyldu.
bææææ...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
253 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.