4.11.2008 | 17:39
í dag...
jæja 1. dagurinn í æfingakennslunni í myndmennt hjá mér í Kársnesskóla. Ég sit hér í spennufalli með hausverk og skrítna verki um allan líkamann. En þetta gekk samt svo vel hjá mér, ég náði góðum tengslum við krakkana og verkefnin gengu upp sem ég lagði fyrir þau. Þetta voru krakkar úr 5. og 7. bekk og verkefnin víkingalist og kúbismi. Mér finnst krúttlegt að bara í gær var ég svo logandi hrædd við þau að orðið SKRÍMSLI kom ótt og títt í huga minn. Núna atur á móti get ég hugsað mer að leggja þetta starf fyrir mig, svo heilluð var ég af þeim. Þau eru svo frjó! ég vildi óska að ég hefði brot af því sem þau hafa.
En eftir daginn þá rétt náðum við Una á tíma til Didda tannsa þar sem ein barnatönn var snúin úr henni
Heim á leið að hitta Valda og gera klárt fyrir fótboltann. Una í Val og Valdi í Karate, hressilegur dagur og ég held ég verði framlág í kvöld.
þangað til næst.........
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ elsku frænka og velkomin í bloggheiminn.
knús til allra frá mér
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 5.11.2008 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.