viðgerðarmaðurinn og bensínkarlinn

ég þurfti að enda síðasta blogg frekar snögglega því það var hringt á dyrabjöllunni hjá mér og inn gekk viðgerðamaður frá símanum! já þessir myndlyklar frá símanum eru algjör snilld ef ekki væri fyrir þessa dásamlegu bilunartíðni. Við erum búin að vera í stanslausu brasi síðan við fengum hann, ég og fólkið í 8007000 erum ótrúlega náin eftir þennan tíma! Viðgerðarmaðurinn væni greip mig í landhelgi því ég hafði verið föst við tölvuna í góðan tíma þegar hann kom og börnin mín leikið frjálsum hala um íbúðina....... ímyndið ykkur!  Eins og góðri húsmóður sæmir þá stökk ég inn í stofu og reyndi að afmá helstu sönnunargögnin um hversu hræðileg húsmóðir ég væri á meðann maðurinn krukkaði eitthvað í símtengilinn á ganginum. Svo hann fattaði nú örugglega ekki hvað ég væri að gera þá talaði ég þessi ósköp um bilanatíðnina o.s.frv.,  greip moppuna og  fór yfir allt gólfið og rétt náði að grípa andann og lát sem ekkert sé þegar karlanginn stóð upp. (Ég var tilbúin að fara með hann inn í stofu þar sem myndlykillinn er!) Hann þakkaði pent fyrir sig og sagðist vera búinn með verkið........... ég meina það!! Eru konur bara svona? ég er viss um það að ef hann hefði farið inn í stofuna þá hefði hann ekki einu sinni tekið eftir því hvort þar væri drasl eða ekki.

Núna er að síga á seinnihluta tarnarinnar í skólanum og það er aðeins farið að segja til sín, smá stress. Markmiðin hafa lækkað og væntingar hrapað. það er bara ómögulegt að sinna öllu 100%.

ég verð nú að segja ykkur soltið skondið sem kom fyrir mig um daginn. eins og þeir sem þekkja mig þá er kroppurinn minn góði ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir. Ég var soltið óhress með mig því ég sat alltaf einhver vegin svo skökk í bílnum mínum. Ég hugsaði með mér að nú væri mjöðmin alveg að gefa sig því ég lá bara einhvern veginn til hliðar hægra megin á líkamanum!  Eins og ég væri að detta í farþegasætið. Svo fer ég á bensínstöð að fylla á bílinn þá er þessi yndislegi hjálpsami maður sem fer að sparka í framdekkið farþegamegin. Jú viti menn það var nærri loftlaust!!! Hann pumpaði í það fyrir mig og mjaðmaskekkjan réttist alveg að sjálfum sér he he............ og Bensínkarlinn sparaði mér ferð til Gústa sjúkraþjálfa!

jæja þar til næst.......


úff og púff...

Meira en helmingnum lokið af þessum dásamlegur verkefnum úr skólanumWink..... fram undan aðeins léttari dagar!

Ég fer að verða snillingur í fagurfræðilegum upplifunum og nota mikið að óraunverulegum skreyti orðum til að þykjast vera með í hámenningu listanna.  Ég er eiginlega búin að komast að því að alþýðlegri manneskja en ég er ekki til. Ég skil bara ekki þessi uppskrúfuðu orð sem maður er neyddur til að lesa og reyna að hafa skoðun á. Einhvern vegin krafla ég mig út úr þessu eins og sauðkindin, lifi þetta af og er engu nærri nema ég kann nokkur flott orð. Velti því svona fyrir mér hvenær ég noti þau í daglegu lífi.  Það væri þá ekki nema mér væri boðið í flott kokteilboð sem ég viðurkenni að er ekki mjög líklegt þar sem ég er of mikið almúgabarn ekki eins af þessum 30 sem fóru á fyllerí um daginn en í þeim aðstæðum gæti ég reynt að fleygja í kringum svona flottum hugtökum og smart orðum......já ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég í rosa flottum kokkteilkjól og pinnahælum með slefandi karlagrúppíur í kring sem halda á mótmælandaspjöldum með flottum fagurfræðilegum hugtökum hmm.........nei þarna fór ég kannski aðeins yfir strikið......!! Ekki lesa þetta!

En jákvæðnin verður að taka völdin svo maður missi sig ekki. Valdi minn búin að vera veikur heima með slæma hálsbólgu og maraþon gláp á sjónvarp.  Ég held hann hafi náð 12 tímum í gær! Svo í morgun fékk ég símhringingu í skólann og þá var peyinn að gera tilraun heima (greinilega horft yfir sig í gær) sem var með frekar ógreinilegt innihald og það vantaði bara rafmagn til að láta eitthvað gerast ÚPPS....... Ég  hljóp snarlega úr tímanum og hvíslaði ótt og títt í símann að nú væri komið nóg. tími til að hætta!


Sparnaður..

þá er farið að kreppa að mér!  Ég keypti hárklippuvél um daginn og öll fjölkyldan var rýjuð á  eldhúsgólfinu! Aðalsteinn greyið gengur um Bláa lónið með hauspoka, hann var fyrsta tilraun. Valdi er aðeins skárri en stendur á sama hvernig hann lúkkar svo það kemur ekki að sök, Una min fékk bara snyrtingu á toppinn og er hæstánægð Grin ég er bara eftir að prufa þetta á sjálfri mér. En að sjálfsögðu fylgir húsfreyjan sparnaðarátakinu og keypti sér lit í hárið! Þarna sparaði ég á einu bretti kr. 20.500 og geri aðrir betur ha!

....svo fær húsfreyjan útrás fyrir sköpunarþörf sína....sniðugt! Kannski ekki allir jafn ánægðir með það. Þetta býr þó til einn ókost og það eru litlu hárin sem eru út um allt þrátt fyrir sóp og þrif. 

blesssss.......


Hmm....hvað eiginlega......

Woundering ég upplifði svolítið sláandi á fyrirlestrinum um langveik börn um daginn. þetta hefur svona verið að malla í mér. Kannski það fyrsta að þarna var verið að fjalla um langveik börn og þar var talið með Tourette sem Valdi minn er með. Ég skil það alveg að þessi sjúkdómur  fer aldrei en einhvern veginn hafði maður alltaf hugsað um krabbamein, hvítblæði og etc..sem langveik börn en ekki þessar geðraskanir og ofvirkni og þar eftir götunum. Ég var einmitt að segja krökkunum mínum frá þessum fyrirlestri og þá segir Valdi hálf hneykslaður að hann væri nú ekkert veikur! Það tók sko í mömmuhjartað þarnaFootinMouth 

Hjukrunarkonan sem var þarna að fræða okkur talaði um að það væri búið að finna genið sem veldur Tourette og það væri því hægt að skima eftir því í fósturskönnun ef óskað væri eftir því. Hjartað mitt datt niður í maga þegar ég heyrði þetta. Hvað.......ég veit eiginlega ekki hvað á að segja við þessu! Ef að ég hefði haft val á sínum tíma og mér verið boðið alls konar skimun og bara sagt já við öllu, því jú það er ekki gott að vera öðruvísi í dag.  Ætti ég þá ekki gullmolann minn, litla snillinginn? Ég meina hann er vel greindur á öllum sviðum, gengur vel í lífinu og það er ekki litið öðruvísi á hann en næsta dreng hmm......  Hann er kannski svo heppinn að vera ekki mjög mjög slæmt tilfelli en nóg samt til að vera honum stundum til ama og annara til eftirtektar.

Ég hef að sjálfsögðu aldrei pælt í því hvað þessar skimanir þýða í sjálfum sér. Ég held jú þarna er verið að skima eftir mikilli líkamlegri fötlun, vatnshöfuð etc... ég veit ekki hverju fleiru er hægt að skima eftir en þetta vekur upp spurningar um siðferði læknisfræðinnar sem hefur kannski ekki verið mikið fjallað mikið um.

Strákurinn minn á kannski eitthvað óþægilegra líf en næsti, en varla svo. Sumir þurfa að upplifa ástvinamissir, aðrir líkamlegt og andlegt ofbeldi o. s. frv. Eigum við að útrýma öllum fóstrum sem hafa einhverja galla? Þessi hefur þunglyndisgen, þessi hefur ofvirkni og athyglisbrestsgen. Æ ég veit nú bara ekki....... Þetta ´sló mig bara svo því þarna kemur að minu barni sem ég myndi aldrei vilja skipta á. Ég veit að það er ekki auðvelt að eiga mikið fötluð börn og það er ekki eitthvað sem maður óskar sér en er kannski þekkingin fara að taka fram í fyrir náttúrunni. eins og við erum kannski farin að skima fyrir öllu þá erum við líka farin að bjarga 26. vikna gömlum fóstrum sem undir flestum kringum stæðum ættu að fá að fara náttúrulega því oftast er eitthvað að.......

jæja nú er ég komin út og suður. Mikið er ég glöð að eiga börnin mín og manninn minn!Tounge


Æi........

Mikið getur það verið erfitt stundum að vera mamma. Valdi minn fékk eitthvað pirringskast þegar ég kom heim úr skólanum. AngryHvers vegna veit ég ekki ennþá. Hann gerir þetta stundum og maður veit hvorki upp né niður. Hjartað í mér kremst því þetta er svo mikil vansæld. Ég reyni að fiska upp úr honum hvað í ósköpunum sé að bögga hann en hann þvertekur fyrir allt. Að sjálfsögðu fer ímyndunaraflið mitt af stað og alls kyns hlutir renna í gegnum hausinn á mér.  Svo hálftíma seinna þá er allt búið og eins og ekkert hafi gerst.... dularfullur þessi sonur minn!  Mér finnst líka svo oft erfitt að giska á hvort þetta sé einhver vansæld sem á sér einhverjar orsakir annars staðar frá eða hvort þetta séu tilfinningaköst útaf tourette. arrg....! Hann er einmitt búin að vera frekar mikið kækjóttur undanfarið svo það gæti verið eðlileg skýring hmm....

Una mín er búin að vera með eitthvað agalega ljótt líkþorn undir ilinni undanfarið sem hefur truflað hana soltið. Við höfum að sjalfsögðu farið með hana til læknis og fengið einhverja plástra sem eiga að drepa húðina....ekki smart og ekki sniðugt því ekkert hefur gerst.  Fórum loks til húðsjúkdómalæknis sem greindi þetta vörtu Frown þannig alltaf að fara strax til sérfræðings!! Hún Una er sniðug stelpa og hefur mjólkað þetta vel.  Haldið á henni þegar þreytt, bílfar í skólann, þetta er svo sárt að vera með svona!

Annars var ég ág óðum fyrirlestri í dag um langveik börn í skólakerfinu.  Ótrúlegt en satt þá eru um 20% barna í skólakerfinu langveik/með greiningar!

jæja sí jú


Valdasjúkur!!

þá er skólinn byrjaður aftur með pomp og prakt, þúsund verkefni framundan. Vona bara að ég lendi ekki inn á geðdeild fyrir jólin! Þetta er svo mikið púsluspil að bóka hitting með öllum þessum lærdómshópum. Betra ef þetta væru bara einstaklingsverkefni. jæja það þýðir nú lítið að væla, spýta bara í lófana og kýla á þetta, einn dag í einu!

Annars var elskulegi eiginmaðurinn minn með alveg dásamlegan mat í gær, Kalkúnn og svoleiðis.....mmmmmmm smá jólaprufaInLoveJón vinur okkar sat yfir þessum kræsingum með okkur og var að sjálfsögðu verið að ræða þjóðfélagsmálin. Davíð Oddsson barst til tals og segi ég eitthvað á þá leið að hann Davíð sé nú valdasjúkur andsk.... þá gellur í Unu litlu "hver er Davíð"?  ég reyni að útskýra það fyrir henni og hún horfir hugsi á mig og spyr svo "af hverju er Davíð sjúkur í Valda bróðir minn?" Þau eru svo yndisleg þessi börn!!

Djöf....Devilvar ég fúl Þegar ég kom út í morgun og ætlaði að opna litla sæta bílinn minn. Hurðin sat föst og sá ég þá að það var búið að keyra á brettið og hurðina. ég komst ekki inn og þurfti að skríða farþegameginn inn og yfir í sætið mittAngry Svo var enginn miði eða neitt! Þessir nágrannar eru undir vökulu auga núna skal ég segja ykkur. Maður hefur nú ekki efni á þessu akkúrat núna. Þetta er svo fúlt því það skiptir engu fyrir náungan ef hann er tryggður að láta vita.  

tja.. læt í mér heyra elskurnar 

 


hmm.....

Búin með æfingakennsluna, jibby!! Ekki það að hún hafi verið eitthvað sérstaklega erfið. Í raun þá er þetta létt starf verklega séð, en andlega ekki mjög gott hmm....... ótrúlega skemmtilegt þegar vel gengur. Svo er bara að sjá hvort umsögnin frá æfingakennaranum mínum sé ekki lovely LoL 

Annars var kropppurinn minn ekki alveg að samþykkja þessa kennsluviku. Ég hef þurft að leggjast soltið í rúmið eftir dagana, helv.. kvalir. Crying andsk.. djöf.... ætlar þetta aldrei að gefa mér frið!

Nú er hausinn farinn að huga að jólunum og ekki spurning að það fylgir því smá andvarp. Það er svo mikið að gera núna í skólanum að ég held ég drukkni núna í nóvember. Að sjálfsögðu er þetta foreldrafullkomnuáráttan sem plagar mig. Mig langar að föndra með krakkakrílunum, búa til jólapappír, gera piparkökuhúsið, baka smákökur, skreyta húsið o.s.frv. Í raun vera með þeim og upplifa jólin!  Það var soltið sætt hjá Valda mínum um daginn þegar hann spurði mig hvort það yrðu svona kósí jól eða gestajól. Þá meinti hann ömmu og afa. Tilkynnti mér það svo að gestajólin væru skemmtilegri en hitt væri líka í lagi. Þau eru alltaf að reyna að finna upp á einhverjum sem þau gætu boðið að vera hjá okkur um jólin.

Valdi minn er í einhverjum pælingum þessa dagana um hlutverk okkar í hans lífi. Hann komst að því að pabbi hans væri svona alltaf á ferðinni og það passaði honum vel,  en mamma hans ætti nú ekki að vera á þessu flandri að keyra bíl og vera að fara eitthvað. Það passaði bara ekki.  Mamma á að vera heima við! Svo fór hann að minnast á brúðkaupsferðina okkar í sumar til Spánar og þá fannst honum allt í lagi að pabbi færi  í svona ferð en mamma hefði átt  að vera heima.  Hí hí........ blessaður drengurinn minn, svo yndislegurHeart

jæja........ sí jú.


Dagur 2....

jebb, annar dagur í æfingakennslunni og ég enn jafn orkulítil eftir daginn. Hvernig fara þessir blessaðir kennarar að? ég tek ofan fyrir þeim núna!! Reyndar voru krakkarnair mínir sem ég var að kenna alveg frábærir og stóðu sig eins og hetjur. Það var 8. bekkur sem vinkona mín var að kenna sem var hræðilegur. Athyglisbrestur á háu stigi var að drepa þau, það var gasprað og illa farið eftir fyrirmælum og bara.... horror!! Dónaleg!! Gelgjur! Bandit

Ég er ekki viss um að ég gæti þolað svona... ég er ekki viss um að ég vilji vera kennari þegar ég sé svona krakka. Frown

Sem betur fer á ég mína yndislegu krakka til að koma heim til (að hugsa sér að þau séu kannski eftir að verða svona)

Ég hitti Tóta bróðir og Ingu systir síðustu helgi sem er kannski ekki frásögu færandi nema það að við áttum svo góða stund saman eins og alltaf þegar eitthver af okkur hittast. Þegar ég keyrði heim þá helltist yfir mig þessi yndislega hlýja og gleði í hjarta mitt, tilfinning sem maður fær bara við þessa einstöku stund sem maður á með sínum nánustu.  þetta er ein þessara stunda sem gefur lífinu tilgang. Heart

Ein soltið væmin í dag......en ánægð að eiga þessa fjölskyldu.

bææææ...


í dag...

jæja 1. dagurinn í æfingakennslunni í myndmennt hjá mér í Kársnesskóla. Ég sit hér í spennufalli með hausverk og skrítna verki um allan líkamann. En þetta gekk samt svo vel hjá mér, ég náði góðum tengslum við krakkana og verkefnin gengu upp sem ég lagði fyrir þau. Þetta voru krakkar úr 5. og 7. bekk  og verkefnin víkingalist og kúbismi. Mér finnst krúttlegt að bara í gær var ég svo logandi hrædd við þau að orðið SKRÍMSLI kom ótt og títt í huga minn. Núna atur á móti get ég hugsað mer að leggja þetta starf fyrir mig, svo heilluð var ég af þeim. Þau eru svo frjó! ég vildi óska að ég hefði brot af því sem þau hafa.  W00t

En eftir daginn þá rétt náðum við Una á tíma til Didda tannsa þar sem ein barnatönn var snúin úr henni Crying

Heim á leið að hitta Valda og gera klárt fyrir fótboltann. Una í Val og Valdi í Karate, hressilegur dagur og ég held ég verði framlág í kvöld.

þangað til næst.........


gaman gaman!

jæja þá loksins þorði ég að skella mér í bloggið, ekki það að ég hafi eitthvað merkilegt að segja en aðallega fínn vettvangur til að tuða í sjálfri mér. kemur í ljós!!Kissing

« Fyrri síða

Höfundur

Linda Þorvaldsdóttir
Linda Þorvaldsdóttir

BROS KOSTAR EKKI NEITT  

29 dagar til jóla

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband